Gagnrýni eftir:
Irreversible
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyrst og fremst ætla ég ekki að mæla með því að neinn horfi á þessa mynd nema hann sé viðbúinn því að láta ganga alveg fram af sér. Myndir er einkar subbuleg og venjulegt fólk mun sjokkerast á að sjá hana. Einnig er ég hálfsammála því þegar menn spyrja hver tilgangur kvikmynda sé orðinn þegar þær eru orðnar svona. En ég horfði allavega á alla myndina og verð að segja að hún er einstök á sinn hátt og virkilega vel gerð, Fransmenn hafa ávallt verið mjög frammúrstefnulegir í kvikmyndagerð og þessi mynd er það svo sannarlega. Myndin er full af ofbeldi og fordómum, en hún er frábær útaf fyrir sig og sjálfur er ég feginn að hafa séð hana. En það verður engum skemmt á þessari mynd, en það er boðskapur í henni og hugsun sem er meira en hægt er að segja um flestar myndir í dag. Stíllinn á henni er flottur og sýnir öfgarnar í lífinu betur en aðrar kvikmyndir sem ég hef séð.
Respiro
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd virðist falla mjög misjafnlega í kramið hjá fólki, annaðvhort finnst fólki þetta vera meistaraverk eða bara almennt of róleg og þreytandi mynd.'Eg fell í fyrri hópinn því þessi mynd er að mínu mati hreint frábær og myndatökurnur er snilldarlega uppsettar.Myndin er mjög Evrópsk og kannski skiljanlegt fólk sem er vant hröðum bandarískum afþreyingarmyndum hafi ekki þolinmæði í að horfa á hana.Myndin er hæg og mjög róleg, en það er bara einhvað við þessa mynd sem fær mann til þess að hafa það á tilfinningunni að maður sé partur af myndinni.Það er alveg ljóst að Crielsa hefur geypilega listrænt auga því uppsettningin á myndin er þvílík að að persónulega var ég oft á tíðum hugfanginn.Myndin hefur fengið ýmiskonar verðlaun en eins og ég hef áður sagt þá er þessi mynd ekki fyrir alla.