Gagnrýni eftir:
Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vá Vá og aftur vá. Þegar þessar stórstjörnur taka saman í mynd getur ekki orðið neitt annað en snilld. Auk þess þegar maður hugsar útí Johnny Depp og Orlando Bloom,þá er ekki hægt að hugsa um annað en Vá. En ef maður lítur yfir þessa mynd þá er hún allveg rosalega góð. Ég var reyndar svo óheppin að ég hafði ekki tíma til að fara á hana í bíó svo ég tók hana fyrst á spólu. Pirates of the caribbean-the curse of the black pearl er reyndar mynd sem maður yrði að sjá í bíó. En svona geta sumir verið óheppnir, en þetta var mynd ársins að mínu mati en takk fyri mig.
Harry Potter and the Chamber of Secrets0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd var þó nokkuð góð þó ég vilji benda á það að mér fannst fyrri myndin betri. Mér fannst bókin mikið betri en myndin sjálf þótt myndin hafi verið rosalega góð. En það var ekki fyrr en eftir fyrstu myndina sem ég ákvað að byrja að lesa Harry Potter bækurnar og las ég þá allar 4 sumarið eftir að myndin kom út, ég gat ekki stoppað því þær voru svo geðveikt skemmtilegar og spennandi svo ég las þær allar yfir aftur. En eins og ég segji að myndirnar geta aldrei orðið jafn góðar og bækurnar. Ég hef ekki enn gefið mér tíma fyrir 5 bókina en ég byrjaði á henni á ensku en ég gafst upp svo ég ætla að bíða eftir henni á íslensku. En annars vona ég að allt rtist í næstu myndum og takk fyrir.
The Lord of the Rings: The Two Towers0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það er ekki hægt að segja meira um þessa mynd en að hún er HREIN SNILLD með stórum stöfum. Frábær leikstjórn Peter Jackson gerði líka myndina gjörsamlega fullkomna. Ég get því miður ekki valið á milli þessara tveggja Lord of the rings mynda því þær eru álíka góðar þótt ýmis atriði hafa skarað fram úr í mynd nr. 2. Ég er allavega geðveikt sátt með myndina og ég vona að lokamyndin Return of the king verði álíka góð eða jafnvel betri. En það verður bara allt að koma í ljós en annars takk fyrir mig:)

