Gagnrýni eftir:
Inglourious Basterds0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Tarantino komin aftur Upplifun mín af þessari mynd Tarantino´s er enn að mótast, en eftir að hafa séð hana á forsýningunni fyrir 2 dögum hef ég á tilfinningunni að þessi mynd verði í framtíðini sögð nr. 1-2 af myndum hans og er þá mikið sagt.
Hann tekur sögulegan ramma WW2 og setur fram eins og honum þóknast, skeytir litlu um nákvæmar sögulegar staðreyndir og gefur nýtt sjónarhorn á söguna án þess þó að taka "full" Mel Brooks stílinn á það.
Hann hefur einhvern vegin eðalauga fyrir að finna úrvals leikara sem annars hafa verið í meðalhófsmyndum eða lítt þekktum. Bæði með Mélanie Laurent í lykilatriði sem gyðingur í hefndarhug, en ekki síst Christoph Waltz sem hingað til hefur leikið í þýskum þáttum og kvikmyndum m.a.s. Derrick enda orðin rúmlega fimmtugur kallinn. Að öðrum ólöstuðum í myndinni þá átti hann gjörsamlega sviðið á köflum. Kæmi ekki á óvart að hann yrðir a.m.k. tilnefndur fyrir Óskar næst.
Held að þrátt fyrir smá sögustælingu eigi myndin séns inní akademínuna, sem þó skiptir ekki öllu því hún stendur ein og sér algjörlega fyrir sínu og fer beint í toppmyndasafn kvikmyndaáhugamanna.
Gylfi Þór Gylfason

