Gagnrýni eftir:
The Village0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Slakasta mynd Night til þessa, án nokkurs vafa.
Það er svosem ekki mikið sem hægt er að segja um þessa mynd, því það þarf ekki mikið til að skemma plottið. Fyrir marga er plottið svoldið fyrirsjáanlegt, en það fer eftir því hve mikið fólk pælir í myndunum sem það er að horfa á. Ég var mikið að pæla í þessu margumtalaða plotti áður en ég fór á myndina og á meðan ég var að horfa á hana og því kom fátt á óvart.
Eina sem ég get bent fólki á til að njóta myndarinnar er að fara á hana í bíó með opnu hugarfari, ekki gera sér vonir eftir að hafa séð trailerinn sem mér þykir mjög misvísandi og reyna að pæla ekki of mikið í henni.

