Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Kill Bill: Vol. 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

,,Listaverk,, er það eina sem varð eftir í huga mínum eftir að hafa gegnið út af KILL BILL VOL 2. Ég er í raun orðlaus en sá mig þó knúin í að lofa þessa mynd, slík var hrifningin. Það er bara eitthvað svo óendanlega töff við myndina að orð fá því ekki lýst. Þessi tveggja mynda sería hefur að mínum mati markað tímamót og fyrir þá sem er orðnir leiðir á formúlumyndunum er þetta það sem þið hafið verið að leita að. Leikurinn, atburðarrásin, bardagaatriðin, allt þetta myndar þetta einhverja heild sem hrífur mann með sér. Um leið og myndin byrjaði þá var ég einhvernmegin orðin handviss um að þetta yrði eitthvað nýtt og framandi eins og fyrri myndin, og þvílíkt listaverk eins og áður segir.


En það er eitthvað ólýsanlega frumlegt og áhugavert við KILL BILL að ég get einfaldlega ekki komið því frá mér á skilvirkan hátt. Í myndinni er einnig að finna húmor en þó einhverja spennu sem ég hef ekki fundið áður því að þú veist einhvernmegin að þér á eftir að koma á óvart með því sem skeður næst, ég finn ekki oft fyrir þessari tilfinningu en í þessari mynd gerði ég það mjög sterkt. Ég vissi ekki af mér fyrr en hún var búin, sat inni í öllu hlénu og fannst eins og það ætlaði aldrei að enda, maður gæti eytt klukkustundum saman við að horfa á kvikmyndaverk sem þetta. Myndir sem ég hef áður séð hafa færst á lægri stall, ég er orðlaus...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei