Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Dr T. and the Women
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar að ég leigði myndina Dr. T and the woman. Hún er ömurleg, söguþráðurinn er leiðinlegur (annars er hann frekar lítill), mér finnst myndin vera leiðinlega tekin og þó svo að leikararnir séu frábærir (þeir fá þessa hálfu stjörnu) að þá ná þeir samt ekki að bjarga henni. Endirinn eyðilagði síðan allt, ég beið alltaf eftir að eitthvað myndi gerast en svo eftir langar 120 mínútur var hún búin. Söguþráðurinn er auðveldur, Dr. Sullivan Travis (Richard Gere) er kvensjúdómalæknir í Dallas. Hann á tvær dætur sem eru leiknar af Kate Hudson og Laura Dern. Hann er giftur konu sem er geðveik og síðan lendir hann í einhverjum óhöppum. Það er algjör synd að sjá hvernig þessari mynd var klúðrað því með þessum leikurum væri hægt að gera mikið betri hluti. Ég ráðlegg ENGUM að taka hana! Þetta er meira að segja ekki konumynd... :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bridget Jones's Diary
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Snilld! Snilld! Snilld! Þessi mynd er algjör SNILLD! Mér leið svo ofboðslega vel eftir að vera búin að sjá þessa mynd að því verður ekki líst með orðum. Yfir sumum atriðunum fær maður bara gæsahúð. Þetta er meistaraverk, persónurnar er algjör æði og leikararnir ennþá betri. Fullt af skemmtilegum setningum (eins og þessi þegar að hún er að fara af skrifstofunni!) ... Mynd sem að allir verða að sjá, því að þetta er mynd fyrir alla! :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei