Gagnrýni eftir:
Spy Kids0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd hefur margt upp á að bjóða, hasar, tæknibrellur, húmor og skemmtilegar persónur. En hún er ekki góð. Það sem þarf að gera áður en farið er á hana, er að slökkva algjörlega á hverri einustu heilasellu og njóta hennar þannig. Söguþráðurinn er bull, leikurinn er lala en skemmtunin er góð. Myndin er stutt (ekki nema ca. 75 mín þó annað standi í umfjölluninni að ofan) og virðist jafnvel styttri og er mjög fljót að líða. Þannig... ef þú átt skítnóg af peningum og vilt eyða þeim, endilega skelltu þér á þessa mynd... en hún skilur nákvæmlega ekkert eftir sig.

