Gagnrýni eftir:
The Bourne Identity0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mikil vonbrigði.
Ég er reyndar viss um að mér hefði þótt myndin ágæt ef ég hefði ekki verið búinn að lesa bókina en bókin er búin að vera í uppáhaldi hjá mér í mörg ár.
Ég sé ekki alveg tilganginn með öllum breytingunum. Til dæmis Marie. Í bókinni var hún vel menntuð kona frá Kanada sem hjálpaði Bourne með fjármálin. Einnig var það eitt af höfuðatriðunum að Jason Bourne var ekki morðingi heldur tilbúinn karakter til að fá upp á yfirborðið einn frægasta morðingja allra tíma; þ.e. Carlos.
Ég geri mér alveg grein fyrir að það er orðið úrelt en var ekki hægt að finna eitthveð annað sem passaði inn í söguna.
Ef ég á að segja hvað mér finnst um myndina þá voru þetta vonbrigði ársins. Matt Damon fannst mér góður og stelpan var ágæt en ég gat ekki komist yfir það að myndin fór ekki eftir sögunni í veigamiklum atriðum.
Árið 1988 var gerð sjónvarpsmynd eftir sögunni og þó að Richard Chamberlain sé kannski ekki eins ferskur og Matt Damon í hlutverki Bourne þá er þó farið eftir sögunni í öllum atriðum. Hún er gerð fyrir sjónvarp og er þannig ekki lagt eins mikið í hana peningalega en mér finnst hún betri. Og ég verð að segja sem aðdáandi Robert Ludlum að þessi nýja Bourne Identidy er lélegasta mynd sem er gerð eftir sögum hans.Ég vil benda á The Osterman Weekend sem var gerð árið 1983 sem sjálfur Sam Pecinpah leikstýrði

