Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Love Actually
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Love actually er klárlega jólamyndin í ár. Myndin er flétta mismunandi þjóðfélagsþegna sem eru að leita að ástinni í lífi sínu. Þessi mynd hefur allt að bera til að vera ein skemmtilegasta mynd ársins, þó að undiraldan í henni sé frekar rómantísk þá er hún einnig fyndin og kemur manni í gott skap. Þeim sem fannst gaman af Notting Hill og Bridget jones´s diary ætti alls ekki að leiðast Love actually sem ég verð að segja að er ein besta mynd ársins. Sumum fannst hún vera langdregin, sem ég er ósammála því að hún er það skemmtileg og heldur manni vel við efnið. Hugh Grant hefur aldrei verið betri og er nú í hlutverki Tony Blair sem forsætisráðherra Bretlands sem verður yfir sig ástfangin eins og titill myndarinnar ber með sér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei