Gagnrýni eftir:
The Hunt for Red October
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Alveg stórkostleg spennu- njósna thriller. Meistaraleikur Sean Connery´s enn og aftur og Sam Neil afar sannfærandi. Ásamt því sem þeir hafa fjölmarga leikara sem eru hver öðrum betri.
Sagan er stórbrotin, heldur óhefðbundin og á köflum flókin, en í lokin leysist allt. Þessi mynd hefur allt sem spennufíklar þurfa.
Dumb and Dumber
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Argandi og gargandi snilld. Hér sýnir Jim Carrey eina af sýnum bestu hliðum ásamt því að lyfta Jeff Daniels með sér í þesari þrusu góðu gamanmynd.
Myndin er um þessa tvö vitleysingja þá Lloyd og Harry sem hröklast í hin ótrúlegustu ævintýri. Alltaf tekst þeim að koma manni til að hlæja og ef menn eru í eitthvað slæmu skapi, þá er þetta myndin sem maður á að setja í því hún kemur þér að hlæja hvenær sem er.
Mystic River
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Klárlega ein af þeim bestu myndum sem ég hef séð. Clint Eastwood sýnir hér og sannar að hann kann að leikstýra kvikmyndum. Í þessari mynd er öll kvikmyndum með besta móti og fjölmörg skemmtileg skot.
Söguþráðurinn er góður og heldur góðum dampi út alla myndina. Aldrei kemur sá punktur í myndina að maður hættir að hugsa um hvað gerist næst eða hvað sé búið að gerast. Þetta er mynd sem maður þarf sífellt að vera pæla.
Leikara flóran er víð og hæfileikarík. Sean Penn sýnir það og sannar hversu megnugur hann er, en einnig er leikur Kevin Bacon´s afar sannfærandi. Tim Robbins er mjög góður í annars alvarlegu hlutverki. Einnig sýna konunar tvær Laura Linney og Marcia Gay Harden frábæran leik.
Þessi mynd er afar góð og mæli með henni fyrir þá sem finnst gaman af myndum sem hafa góða sögu, spennu, drama en hasarnum sleppt að mestu leyti.