Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



House of 1000 Corpses
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að þetta sé ein af þeim verstu myndum sem ég hef séð. Ég hélt að þessi mynd væri svona ágæt en hún var í rauninni ömurleg. Ég skildi nær aldrei hvað var að gerast í myndinni svo komu oft inní myndina svona einhver asnaleg brot sem áttu víst að vera scary eða eitthvað, ég veit ekkert hvað það kom myndinni við. Þá komu svona brot af stelpunum 2 sem voru í myndinni að hlæja eða eitthvað, asnalegt.Hvað var Rob Zombie að hugsa að fara leikstýra kvikmynd?? Hann á bara að halda sig við tónlistina, hann semur góða tónlist, ef það kemur önnur mynd út eftir hann þá ætla ég pottþétt ekki að horfa á hana.
Það er orðið svakalega mikið í dag um það að ríkir og frægir tónlistamenn og hljómsveitir framleiði kvikmynd og leikarar fara að syngja sem í flestum tilvikum er ömurlegt, leikarar eiga bara að leika en ekki að gefa út tónlistardisk og söngvarar eiga bara að syngja en ekki að leika í kvikmyndum.Og hananú.....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei