Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl er ein af uppáhaldsmyndunum mínum. Hún kom mér á óvart og mér þótti hún vera hin fullkomna skemmtun: frábærar brellur, umhverfi, búningar, skemmtilegt og hressandi handrit og persónurnar æðislegar. Johnny Depp í hlutverki Captain Jack Sparrow var síðan algjört augnayndi, og hefur skapað eina eftirminnilegustu kvikmyndafígúru sögunnar.



Það er því erfitt að koma með aðra eins mynd, og hvað þá þrjár. En þegar ég frétti að það ætti að gera tvær myndir í viðbót, þá hlakkaði ég til og kveið örlítið fyrir líka. Svo fóru treilerar að birtast og auðvitað með kjarnann úr leikhópnum aftur hvarf allur kvíði og spennan magnaðist. Þegar ég sá myndina á miðvikudaginn í Nýja Bíó hér á Akureyri þá fékk ég þá tilfinningu, að hér væri komin hin fullkomna skemmtun. Sama umhverfið, nýjar fígúrur, miklu betri brellur (The Kraken er ótrúlega flottur!!), og persónurnar jafn skemmtilegar. Meira að segja Bloom og Knightley taka miklum framförum, og hugsið ykkur... eftir þessar þrjár myndir þá hefur Orlando Bloom leikið í 2 af þremur vinsælustu kvikmyndatrílógíum sögunnar. Nokkuð gott! Handrit myndarinnar er vel skrifað og litlir útúrdúrar, eins og samræður Pintel og Ragetti um framburð á einu ákveðnu orði, eru hilariously yndislegar!



Kvikmyndatónlist er mikilvæg fyrir mér, og hér bregst ekki Hans Zimmer. Í fyrstu myndinni var Klaus Badelt með frábæra tónlist, hér tekur Zimmer við, er með eitthvað af upphaflegu tónunum en bætir við sínum eigin og upp úr krafsinu kemur ein flottasta kvikmyndatónlist sem ég hef heyrt. Suðrænu höfin, eyjurnar, ... myndatakan ... allt er þetta eins best og hægt er að gera það, eina neikvæða hliðin er biðin fram á næsta sumar til að sjá lokakaflann.



Það má með réttu benda á ýmsar líkingar á milli upphaflega Star Wars þríleiksins og þessa þríleiks. Það má einnig gera það við Back to the Future og The Matrix, en munurinn er sá að nú strax við aðra mynd finnst mér Pirates of the Caribbean betri þríleikur. Síðasta myndin þyrfti að vera ansi skelfileg til að klúðra dæminu!



Það þarf aðeins að hugsa aftur til fyrstu myndarinnar, þar sem ýmsar skírskotanir eru gerðar. En ef þið viljið fara á hina fullkomnu skemmtun, þá farið þið á Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest! Hún er kunnugleg, hún kemur á óvart, hún er vel leikin, leikstjórn óaðfinnanleg, tónlistin meiri háttar ... það er ekki hægt að biðja um meira, ... savvy?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Return of the King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef einhvern tíma hefur verið möguleiki fyrir fantasíu-mynd að vinna óskarinn sem best mynd ársins, þá er það núna. Ég trúi ekki öðru en að ROTK komi til með að negla þetta núna. Ekki bara fyrir það að vera besta mynd ársins (sem hún er) heldur líka fyrir yfirsjónina á því að veita ekki myndunum fyrri tveimur þau verðlaun sem þær áttu skilið! Ég held að hér hafi fólk verið að geyma trílógíuna þar til sú síðasta er komin. Nú er komið að því.


Í stuttu máli, þá er ROTK besta myndin í þessu þrískipta LOTR-ævintýri! Frábær mynd í alla staði. Ég hef fylgst með gerð þessara mynda og öllu sem þeim tengist frá upphafi, frekar vel. Ég á báðar DVD-útgáfurnar af fyrri tveimur myndunum. Að horfa á aukaefnið er ótrúlega fræðandi og með það í huga er þessi þriðja mynd ennþá meiri snilld. FOTR var snilld og braut blað í sögu tæknibrellna að mörgu leyti. Maður trúði varla að hægt væri að gera betur, en jú ... Gollum kom sá og sigraði ásamt ótrúlega flottum bardagaatriðum og aftur var brotið blað... nú hlyti toppnum að vera náð: nei nei, toppurinn er í ROTK. Eins og einn vinur minn orðaði það: Ég þarf ekki að fara á bíó meir! Og það sem fyrri myndirnar tvær höfðu, þá hefur ROTK það allt og miklu meira.


Brellur: WETA er toppurinn. StarWars og Matrix myndirnar komast ekki í sama klassa!

Tónlist: Örlítið af hinum kunnu stefum úr fyrri myndunum, en annars ný og yndisleg tónlist frá meistara Howard Shore.

Handrit: Tolkien víkur ekki úr huga manns, þrátt fyrir að einhverju sé sleppt úr bókinni, en það er sama virðingin hér fyrir efninu eins og í fyrri myndunum.

Leikur: Hérna finnst mér toppnum náð. Auðvitað var Gandalfur í FOTR eitt flottasta hlutverk og leikur sem ég hef séð, en hérna eru það margir - óvenju margir - sem fá að láta ljós sitt skína. Ef það er einhver sem minna ber á, þá er það Aragorn. En Viggo gerir hann ávallt flottan! Frodo og Sam-senurnar, ásamt Gollum, eru frábærar og Shelob-atriðið eitt það skelfilegasta. Það er alla vega langt síðan ég hef öskrað upphátt í kvikmyndahúsi!!! Ef ég þyrfti hins vegar að velja einn leikara úr þá myndi ég sennilega velja Sean Astin. Á hæla hans kæmu Ian McKellen og Bernard Hill og John Noble.

Leikstjórn: Ertu ekki að grínast? Peter Jackson... þú ert maðurinn. Hans ákvarðanir um að halda þessu inni og skera út aðrar senur - þær eru hans og þær eru réttmætar. Yfir það heila tel ég að þessi þríleikur sé best leikstýrða verkið sem ég hef nokkurn tíma séð (og mun sjá).

Öll önnur tækniatriði: Geðveikislega flott og hárnákvæmt.


Ég tek undir með öðrum sem sögðu að ákveðin tómleikatilfinning grípi þá, því nú sé þetta búið - hvað gerir maður á næstu jólum??? Ég hef ekki upplifað þessa tilfinningu áður, en ég hef líka ekki kynnst annarri eins snilld eins og LOTR-myndirnar eru. Ég get lítið annað núna, en þakkað kærlega fyrir mig. Ég upplifði allan tilfinningaskalann á ROTK (grét örlítið einu tári, öskraði af hræðslu í bíóinu, hló eins og ég veit ekki hvað, ... ég lifði mig svo inn í myndina að ég vill helst ferðast til Middle Earth og vera þar!


Hafið trú - því óskarinn mun koma!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei