Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Cabin Fever
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er mjög grípandi. Þessi mynd sker sig út frá öllum hryllingsmyndum síðustu 10 ár liggur við (fyrir utan The Ring og einhverjar fleiri). Þessi mynd gengur ekki um tæknibrellurnar, að sýna hvernig menn eru drepnir á hrottalegan hátt. Og það besta við þessa mynd er að það er enginn persóna sem er aðalmorðinginn. Engin svona fáranleg saga bak við sækópata sem er bara bilaður í hausnum, heldur er hér sýking í gangi sem gerir alla taugaviklaða og fær þá til að gera heimskustu hlutina. Þetta er mynd sem fær þig til að hugsa hvað þú myndir gera ef þú myndir bæði fá þessa sýkingu eða einn af vinum þínum fengi hana. Ég mæli eindregið með þessarri mynd ef þú fýlar drungalega mynd sem gerist á rólegu tempói og er allt frekar lengi að komast í gang. En ef þolinmæðin er til staðar, þá er þetta topp mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei