Gagnrýni eftir:
The Amityville Horror0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Því miður varð ég fyrir rosalegum vonbrigðum þegar ég sá þessa mynd. Og mun alls ekki kalla hana hryllings mynd... kannski spennumynd eða jafnvel bregðumynd ef einhver vill segja það þannig. Þótt flest bregðuatriðin í þessari mynd séu mjög útreiknanleg og þannig ekki mikill bregðuatriði. Ég ætla nú ekki að fara að eyðileggja myndina fyrir ykkur með þeim atriðum sem mér fannst ekki nógu góð... því ef ég segði þau þá væri myndin nú ekki mikil. En ég gef henni nú samt tvær stjörnur þar sem að þetta var svosem ágætis spennumynd en ekkert meira en það. Miðað við það sem ég las um myndina og kíkti á trailerinn áður en ég fór á hana þá var ég að búast við alltof miklu. En já þessi mynd hefur svipað mikið af hrylling innanbirgðis og Scary Movie og tel ég hana því ekki mjög mikla...

