Gagnrýni eftir:
Kaldaljós
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin er alveg þokkaleg, vel gerð, en því miður ansi þung og drungaleg eins og títt er um íslenskar myndir. Ég veit ekki hvort Íslendingar eru að reyna að skapa sér sérstöðu í alþjóðaheimi kvikmyndanna með því að framleiða nánast eingöngu þungar kvikmyndir. Mér finnst skrítið að lesa kvikmyndagagnrýni Alfreðs Jóhanns Stefánssonar sem skrifaði 15. janúar sl. Hann rekur allan söguþráðinn í umfjöllun sinni, en ég hélt einhvern megin að það væri ekki æskilegt fyrir þá sem eiga eftir að sjá myndina. Talað er um að orðalagi sem innihaldi stór atriði úr söguþræðinum sem spilli mikið fyrir þeim sem ekki hafa séð myndina (spoilers) verði undantekningarlaust eytt. Þetta er greinilega undantekning sem umsjónarmenn síðunnar hafa látið fram hjá sér fara.