Gagnrýni eftir:
Casino Royale0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sá myndina í gær á forsýningu og var hún framar öllum vonum. Sjálf er ég algjör Bond fan en var komið með leið á honum núna undir það síðasta. Plottið var orðið eitthvað svo þunnt, grunnhyggið og glært en þessi kom verulega á óvart. Daniel Craig tekur sig bara ansi vel út og nær að skapa sinn eigin karakter líkt og fyrirrennarar hans. Mæli tvímælalaust með þessari, ég á allavega eftir að bíða eftir þeirri næstu.

