Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Platoon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er enn eitt stórvirkið eftir leikstjórann Oliver Stone. Sami maður og færði okkur myndir á borð við JFK, Scarface, Salvador og Nixon. Ásamt því að leikstýra myndinni þá skrifaði hann handritið að því. En hann byggir það að mestu af sinni eigin reynslu í Víetnam. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá barðist hann í einum stærsta bardaga stríðsins árið 1968, en síðasta bardagaatriðið í myndinni virðist vera fyrirmynd þess.



Það sem er sérstakt við þess mynd er að Oliver Stone reynir ekkert að fegra hlutverk Bandaríkjamanna í stríðinu. Hann gerir áhorfandanum nokkuð ljóst að tilvera Bandaríkjamanna í stríðinu var tilgangslaus. Einnig dróg hann fram margar slæmar hliðar sem Bandaríkjamenn gerðu í stríðinu, eins og ólögleg morð, nauðganir, spillingu o.fl. Bandaríkjamenn eru látnir lýta út fyrir að vera vondi maðurinn í myndinni.



Leikararnir í myndinni skila allir hlutverki sínu frábærlega. Enda þurftu þeir algjörlega að lifa sig inní hlutverkin. Síðustu 2 vikurnar fyrir fyrstu tökur á myndinni lifðu þeir eins og hermenn. Þeir fóru í stranga herþjálfun, borðuðu hermannamat, fóru ekki í sturtu og þurftu að skiptast á næturvöktum. Einnig er gaman að minnast á það að marijúanað sem þeir eru að reykja í myndinni er í alvöru marijúana.



Charlie Sheen leikur Chris Taylor. Ungan nýliða sem fór í herinn af sjálfsdáðum vegna þess að honum fannst það vera skylda sín að fara í herinn. Oliver byggir karakterinn á sjálfum sér þegar hann kom til Víetnam. Charlie skilar hlutverki sínu nokkuð vel og skulum við taka tillit til að hann er á 2. leikári sínu þarna. Það er gaman að sjá hvað karakterinn hans breytist í gegnum myndina. Þegar hann er farinn að finna sig betur í stríðinu þá fer hann að skila mjög góðum leik. Bergener og Dafoe eru frábærir í hlutverkum sínum sem liðþjálfar. Berenger sem sá spillti og Dafoe sem sá góði. Dafoe stendur þó á mun hærri stalli en allir aðrir leikarar í þessari mynd, hann fer með leiksigur. Lokaatriðið hans í myndinni er ógleymanlegt.



Handritið að myndinni er mjög gott. Við þurfum ekki að hlusta á samtöl sem skila engu eða þá atriði sem meika ekkert sens. Við heyrum margar minnistæðar setningar en minnistæðust er þó sú sem kemur í lokin hjá Charlie. Lagið sem er spilað undir í lokin er algjörlega frábært og sorglegt um leið og lokar þessari mynd með gæðum.



Platoon er ein besta stríðsmynd sem hefur verið gerð. Þið fáið ekki bara að fylgjast með baráttu við óvinin eins og í flestum stríðsmyndum heldur fáum við að fylgjast með innbyrðis deilum, sem verða mjög ofbeldisfullar á tímabili. Þið skuluð ekki láta þessa fram hjá ykkur fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Butterfly Effect
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá, ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast þegar það var sagt í enskutíma að við ætluðum að fara horfa á þessa mynd. Myndin var sett í tækið og ég gat ekki gert annað en að horfa á myndina, hún var svo frábær. Myndin byrjar þegar aðalpersónan Evan (Aston Kutcher) er 7 ára gamall. Hann er með mjög sjaldgæfar heilatruflanir, aðeins hann og pabbi hans hafa greinst með þetta. Af og til fer hann í svokallað 'blackout' en aðeins þegar slæmir hlutir gerast. Hann teiknar mynd af sér vera drepa manneskju og mamma hans kemur að honum með hníf í hönd, Evan man ekkert. Hann átti hræðilega æsku, eina af þeim verri sem við fáum að sjá í kvikmyndum. Hann býr einn með mömmu sinni, nágranninn tekur upp barnaklám með honum og vinkonu sinni Kayleigh (Amy Smart), Tommy (William Lee Scott) kveikir í hundinum hans, og pabbi hans reynir að drepa hann. Hann fer til læknis til að láta gera rannsóknir á sér vegna þessara 'blackout-a'. Læknirninn mælir með því að hann skrifi dagbók. Síðan fáum við að fylgjast með Evan þegar hann er kominn á heimavistarskóla, allt gengur vel hjá honum og hann er ekki búinn að fá 'blackout' í mörg ár. En þegar hann byrjar að lesa gömlu dagbókarfærslunar fara undarlegir hlutir að gerast, hann fer á staðinn í huganum þar sem atburðirnir áttu sér stað þegar hann var í 'blackout-i' og kemur með sínar hugmyndir af því sem gerðist og breytir þannig framtíðinni. Þaðan kemur nafnið að myndinni, The Butterfly Effect, en myndin er byggð á óreiðukenningunni (chaos theory) sem byggist á því að fiðrildi í Asíu getur valdið fellibyljum í Ameríku. Þessi mynd er alveg mjög sérstök en það á góðan hátt, hún byrjar mjög vel en virðist samt hrapa eitthvað smá þegar hún endirinn á henni fer að nálgast. Stundum vorkennir maður fólkinu í myndinni. Mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Holes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart þegar ég var búin að sjá hana. Fyrsta lagi hafði ég ekki hugmynd um að þetta væri Disney mynd og brá mér heldur í brún þegar ég sá að hún kom frá Disney því þessi mynd er mjög ólík flestum Disney myndum. Þó svo ég skyldi ekki alveg söguþráðinn í myndinni þegar hún stóð yfir en ég var farinn að skilja þetta dáldið svona í endann. Það sem ég tók eftir og hafði mikil áhrif á einkunargjöf mína var það hvað allt gekk alltaf vel upp hjá góðu strákunum. Myndin kemur skemmtilega á óvart og hvet ég alla til að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei