Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Pathfinder
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Pathfinder er markaðsett sem epísk spennumynd, henni er jafnvel líkt við 300 í auglýsingu frá Smárabíó. Sannleikurinn er sá að hvorug yrðingin er rétt, Pathfinder er grínmynd. Hún var svo léleg að nánast allir í salnum hlógu í atriðum sem áttu ekki að vera fyndin. Þannig er að í upphafi myndar er sagt eitthvað á þá leið að 600 árum áður en Kólumbus „fann“ Ameríku hafi þjóð úr norðri komið þangað, þetta væri goðsagan um þá. Þeir sem fylgdust með í skóla vita að hér er átt við Íslendinga. Þegar víkingarnir loksins mættu voru þeir svo yfirdrifnir að það hálfa væri hálfum of mikið. Sumir töluðu bjagaða norsku meðan aðrir bulluðu bara eitthvað sem hljómaði norrænt og jafnvel voru nokkrir sem náðu íslenskunni nokkuð vel. T.d. er eitt langt atriði þar sem allir sem einn segja: „þarna er hann,“ hvert skipti sem þeir sjá söguhetjuna. Ekki nóg með að víkingarnir töluðu ekki sama tungumál heldur voru þeir gríðarstórir með ör í framan og höfðu gaman af því að stinga smábörn og steikja menn lifandi. Ég er nokkuð viss um að bændurnir okkar til forna hafi ekki verið svona gríðarlega íllskeyttir þó þeir hafi reyndar átt það til að berjast með innyflinn hangandi út úr sér eins og kemur fram í Gísla sögu Súrssonar. Niðurstaðan er sú að nú veit ég hvernig afkomendum Majanna líður eftir Apocalypto. Íslensku víkingarnir eru gerðir að sálarlausum drápsskrýmslum, fjarri því sem raunin var. Það er því ljóst að Hollywood menn sem og Ottó Ólafsson, annar íslenskuráðgjafa myndarinnar, þurfa að vinna heimavinnuna sína betur því þetta er öllum íslendingum til skammar með meiru.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Last Samurai
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Snilld!, í einu orði sagt SNILLD! Tom Cruise fer á kostum í þessari mynd Edwards Zwick sem tvinnar saman kosti frábærrar stríðsmyndar og ævintýramyndar. Handrithöfundarnir Marshall Herskovitz og John Logan standa sig mjög vel í myndinni með góðum og vel hugsuðum texta. Í raun er voða lítið hægt að segja um myndina annað en að hún sé algjör snilld.


Arnþór Axelsson
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Paycheck
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Paycheck er ágæt mynd en svosem ekkert stórkostlegt kvikmyndaafrek.Persónulega er ég ekki mjög hrifinn af Ben Affleck þar sem hann stóð sig ekki vel í Daredevill, en eftir Paycheck hefur álit mitt á honum hækkað lítillega. Hins vegar er Uma Thurman hinn mesti snillingur. Hugmyndin að hugmyndin að myndinni er mjög góð en nokkur atriði eru illa úthugsuð sem skemma fyrir myndinni sem ég ætla þó ekki að segja frá hér. John Woo stóð sig ekki vel í þessari mynd miðað við fyrri afrek og handritshöfundurinn Dean Georgaris, skrifaði lélegan og illa hugsaðan texta. Þó ég hafi bent á mörg neikvæð atriði er myndin mjög fín skemmtun. Þar sem þetta er fyrsta umfjöllun mín vona ég að hún hafi komið ykkur að gagni


Arnþór Axelsson
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei