Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Amelie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er án efa ein besta mynd sem ég hef séð lengi!

Leikstjórinn Jean Pierre Jeunet, sem m.a hefur gert meistaraverkin Delicatessen og City Of Lost Children, er alger snillingur. Þessi mynd er í senn listræn, ótrúlega vel leikstýrð og leikinn, glæsilega vel gerð, hugnæm, einstök, mögnuð, fyndinn, athyglisverð, og bara yndisleg! ég veit ekki hvernig ég á að lýsa hrifningu minni á þessari mynd, því hún er bara alveg einstök og fer ekki troðnar slóðir, en heldur þó í við stílinn sem Jean-Pierre kom á fæti með myndinni Delicatessen! Hrein kvikmyndaperla þessi mynd! Alveg Stórkostleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dungeons and Dragons
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Já já, ég fór á þessa mynd bara vegna þess að ég hafði ekkert annað að gera, og líka vegna þess að ég er ágætlega mikill D&d aðdáandi, ( nei ég spila ekki spilið - enda er það bara fyrir nörda sem eiga ekkert líf ) en ég hef spilað tölvuleikina, Baldur´s gate og hið ágæta framhald hans, Shadows of Amn, en ég ætla nú ekki að fara út í það. ( Icewind Dale var ekkert spes samt! ) Og ég var forvitinn að vita hvort myndin svipaði eitthvað leiknum, s.s í sögu og dýpt. En svo reyndist ekki vera. Þetta er svona aum B-mynd ef svo má að orði komast, tæknibrellur voru ekkert sérstaklega flottar ( alltof gervilegar ! ) og eins umhverfið, og búningar. Svo er þarna svertinginn úr Scary Movie, svona týpiskur sniðugur og skondinn svertingi, sem á að setja húmor í annars alvarlega mynd. En hann gengur bara ekkert upp, það passar ekkert að hafa einhvern fyndinn Scary movie gjæa í þessu ( þó hann hafi stytt stundir manns í bíóinu ! ). Leikararnir eru skelfilegir, nema Jeremy Irons, sem var þó lítið í myndinni. Málið er bara að framleiðendur taka svona myndir ekkert alvarlega, og þessvegna er fengnir svona b-mynda leikstjórar fyrir litla peninga. Og allt við þessa mynd er B-legt. Ekki fara nema þú sért nörd sem á allar D&d bækurnar. Í alvöru!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: The Phantom Menace
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Star Wars:The Phantom Menace markar að sjálfsögðu upphafið af hinni stórkostlegu Star Wars sögu sem að spannar tvær kynslóðir (sú fyrsta segir af Anakin Skywalker, og sú seinni fjallar um afkvæmi hans),en Sagan er náttúrulega ein langbesta saga sem skrifuð hefur verið!Og það á náttúrulega að líta á Star Wars sem eina mynd, ekki sem 6 mismunandi myndir. Ég meina, þessi mynd er svo fyllilega jafngóð og hinar, og ég held að í framtíðinni verði litið á þessa alveg eins og var litið á hinar í dag.Sumir segja að hún sé bara einhver barnamynd, bara vegna þess hve björt hún er, þeir bara átta sig ekki á því að fyrsti kaflinn er alltaf bjartastur og einfaldastur, en ekki flókinn og þungur eins og hinir. Nýju persónurnar eru alveg eins góðar og hinar gömlu, þær eru bara öðruvísi.Og ég meina "Liam Neeson er ekki næstum því eins góður og Harrison Ford"!!!Common... hann á einfald- lega ekki að vera neitt svipaður karakter. Og eins Darth Maul sem að á bara ekkert að vera betri en Svarthöfði, Bara annar Sith.JarJar Binks er kannski full ýktur, en samt... lítið á hann án fordóma og þið sjáið að hann er frábær persóna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei