Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Catwoman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég sá þessa mynd átti ég nú ekki von á miklu, hélt að þetta yrði einsog Hellboy: góður trailer en myndin sökkar. En svo eftir allt er þetta bara fínasta mynd, söguþráðurinn er finnst mér bara mjög góður og fer Halle Berry vel með hlutverk Kattarkonunnar(Catwoman) og eini sona gallinn í þessari mynd eru tæknibrellunar, hefðu mátt vera svolítið betur gerðar því maður sér eiginlega alltaf hvort þetta sé tölvugert eða ekki. en myndin fjallar um patience Phillips(Halle Berry) sem á ómerkilegt líf og er auglýsinga hönnuður. síðan kemur að því að hún heyrir eitthvað sem hún má ekki heyra og er drepin en er síðan endurlífguð af ketti, og fara þá undarlegir hlutir að gerast. En já, myndin er eftir allt alveg fín mynd og ég gef henni þessvegna 3 stjörnur:)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hellboy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég sá þessa mynd átti ég von á miklu betri mynd. allar tæknibrellur eru einstaklega vel gerðar og söguþráðurinn góður, en einhvernveginn er þessi mynd bara ekki góð, kanski því það vantar meiri spennu og læti í myndina. Hellboy er stór rauður gaur sem eltist við skrýtnar verur sem koma út á kvöldin og brjóta allt og bramla og stefna fólki í hættu. Ron Perlman fer með hlutverk Hellboy og gerir það sosem ágætlega og síðan Rupert Evans með hlutverk John Mayers sem er eiginlega umsjónarmaður Hellboy og fylgir honum hvert sem hann fer. Selma Blair fer síðan með hlutverk Liz Hurley sem er yfirnáttúruleg kona og eitthvað. ef maður hugsar um myndina eftir á þá sér maður að söguþráðurinn er mjög góður en bara myndin er alls ekki góð:p en mæli þeð þessari mynd fyrir þá sem fíla góðar tæknibrellur og yfirnáttúrulega hluti.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Garfield
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er frekar sona barnamynd en fyrir fullorðna því það er mest af fyndnum atriðum fyrir krakka, ekki eldra fólk. En myndin er nokkuð fyndin á 2 eða 3 stöðum en ekkert meira en það. Bill Murray lánar röddina í sér í þessa mynd sem Garfield/Grettir og fer frábærlega með að tala inn. myndin fjallar um náttúrulega Gretti sem á frábært líf, aldrei neinn að trufla hann og hann getur gert það sem hann vill. Þangað til einn daginn tekur húsbóndi hans að sér flækingshund. Gretti er mjög illa við þennann hund því hann fær alla athygli húsbóndans, síðan er hundinum rænt og þá fara skemmtilegir hlutir að gerast. eftir allt er þessi mynd alveg ágæt en mætti vera smá fyndnari og þessvegna fær hún 2 1/2 stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Village
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd(The Village) hefur alveg frábæran söguþráð að mínu mati og Joaquin Phoenix fer vel með hlutverk Lucius Hunt,sem er þögull en hugrakkur maður, og einnig fer Bryce Dallas Howard mjög vel með hlutverk Ivy Walker sem er hugrökk blind kona. í myndin fjallar um lítið þorp þar sem það er skógur allt í kring og inni í skóginum eru þessar svokölluðu verur(those who we don't speak off) sem drepa alla sem voga sér inni í skóginn og sýna enga miskunn. síðan meiðist einhver og er manneskja send til næsta bæjar og ná í lyf fyrir sýkingu og þá fara að gerast skrýtnir hlutir sem leiðir margt í ljós. þetta er ágæt mynd en mætti vera aðeins styttri því á endanum varð hún soldið langdreginn. ágætlega góð mynd þegar uppi er staðið og skemmtilegt að hugsa um hlutina sem gerðust í myndinni eftir myndina:)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei