Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



King Arthur
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

King Arthur gæti hafa orðið mun betri en hún er. Leikararnir eru góðir varla er hægt að hugsa sér betra efni fyrir ævintýramynd. Því miður eru margir gallar sem draga myndina niður. Svo mikil orka fer í alla bardagana að söguþráðurinn gleymist, myndin er of löng og Hollywood klisjurnar margar. Þetta eru helstu ókostirinir. Hinsvegar er boðið upp á fyrirtaks bardaga. Ég hef eiginlega ekkert fleira að segja um þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kaldaljós
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Til að byrja með ætla ég að segja að ég hef aldrei lesið bókina og ég veit þess vegna ekki hvernig hún gæti hafa haft áhrif á myndina en hvernig sem því líður fannst mér þetta allt í allt mjög góð mynd. Leikararnir standa sig flestir vel, ef ekki frábærlega og svo er það skemmtilegur effect sem ég segi nú ekki meira frá. Hérna er fléttað saman fortíðinni og framtíðinni og virkar það bara vel. Hilmar Oddson hefur víst verið með hugmyndina í kollinum alveg síðan bókin kom út en ekki náð takmarkinu fyrr en nú. Sviðsmyndirnar eru flottar og allt mjög vandað. Hljóðblöndunin er ágæt þó að mér finnist vanta upp á hana í íslenskum myndum almennt (ég er ekki að gagnrýna neinn, ég hef ekki hugmynd um hvað kostar að gera hljóðrás en allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi, ekki satt?). Grímur upplifði miklar hörmungar þegar hann var bara 12 til 13 ára þegar snjóflóð skall á húsi forldra hans. Eins og gefur að skilja miðast öll myndin við þennan atburð, það er, fyrir og eftir flóðið. Klippingin er frábær, það besta sem ég hef séð í íslenskri mynd og þótt víðar væri leitað. Frábær mynd sem ég vona að sem flestir kíki á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Haunted Mansion
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nú eru Disney komnir á stað með nýja seríu ef svo má segja, byggða á skemmtitækjum í Disneylandi. Fyrst var það Pirates of The Caribbean : The Curse of the Black Pearl en sú mynd var vel heppnuð og snilldarleikur Johnny Depp má ekki fara framhjá neinum. Pirates 2 er í framleiðslu en nú er komið að Haunted Mansion. Jim Evers vinnur í fasteignum og þau hjónin kalla smáfyrirtækið Evers and Evers. Þegar fjölskyldan ætlar í helgarfrí fær Jim hugsanlegan nýjan viðskiptavin, óðalseiganda í sveitinni svo hann stenst ekki mátið og kemur við í leiðinni. Eitt leiðir af öðru og fyrr en varir er öll fjölskyldan föst í þessu skuggalega húsi. Nú fer allt í háaloft, beinagrindur lifna við, kristalskúlur tala og til að komast burt þarf Evers fjölskyldan að leysa ráðgátuna um óðalssetrið. Myndin er vel unnin í alla staði. Tæknibrellurnar eru góðar og hljóðið mjög gott. Þó að myndin sé auglýst sem draugamynd er hún ekkert sérstaklega óhugnanleg. Eddie Murphy er heldur lágt metinn fyrir þessa mynd hann leikur einfaldlega eins og á við í svona myndum. Hins vegar er sagan dálítið þunn og fyrirsjáanleg. Flestir leikarar standa sig ágætlega. Eddie er fínn eins og ég nefndi áður, Sara Evers sem leikin er af Marsha Thomason er ágæt en ekkert meira en það. Nathaniel Parker sem leikur óðalsherrann heillaði mig ekkert upp úr skónum. Börnin voru bæði mjög góð en sá sem skarar fram úr er Terence Stamp í hlutverki Ramsley. Óhugnanlegi svipurinn og ráma röddin eru ýkt en virka samt ótrúlega vel. Allt í allt er þetta ágætis fjölskyldumynd þó að þeir yngstu gætu orðið skelfdir á köflum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix Revolutions
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Já, þetta er góð mynd. Hún er það. Þrjár af fjórum stjörnum, gallinn er, þetta er ekki Matrix klassi. Fyrsta myndin var frábær. þegar ég heyrði að það ætti að gera tvær aðrar, meira að segja báðar í einu vonaði ég heitt og innilega að framhöldunum myndi ekki takast að eyðileggja fyrstu myndina. Allar þær áhyggjur urðu að engu þegar ég sá aðra myndin. Hún var hröð, flott, spennandi, heimspekileg, allt sem einkennir Matrix. það var þess vegna sem ég beið spenntur eftir að myndin byrjaði þetta laugardagskvöld. Byrjunin lofaði góðu. Ég endurtek að myndin er ekki léleg. Þetta er bara annað en ég bjóst við. Þó að hún hafi margt til að bera, hraða, tæknibrellur og fleira þá er svo margt sem hinar tvær höfðu sem vantar. Endirinn einkennist af stefnulausum bardaga. já, endirinn, það voru kannski aðal vonbrigðin, ég bjóst við einhverju meira, ef ég má sletta, exotic.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Looney Tunes: Back in Action
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Looney Tunes persónurnar eru ekki vanar að bregðast manni. Það gerðu þær reyndar ekki heldur í þessu tilfelli. Það eru einmitt þær sem lyfta myndinni upp í tvær stjörnur. Það sem dróg hana niður var leikurinn. Brendan Fraser hefur aldrei verið með mínum uppáhaldsleikurum og er frekar flatur og ófrumlegur í þessari mynd. Timothy Dalton kemur með ágætis leik enn ekkert meira en það. En það allra versta við myndina er Steve Martin. Ok, fólk getur sagt að svona hafi persónan átt að vera, að það sé ekki við Steve að sakast, en hann oftúlkar þetta svo mikið að maður hætti að hlæja að honum. Bugs Bunny, Daffy Duck og fleiri teiknimyndapersónur brugðust mér ekki. Leikararnir eru önnur saga. Hinsvegar má bæta við að teiknimynd og leikinni er mjög vel blandað saman, þá meina ég tæknilega séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nói albínói
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að þetta finnst mér vera besta íslenska myndin. Það er eins og allt sem Dagur Kári kemur nálægt verði að gulli. Myndin heldur manni við efnið þó svo að hún sé ekkert of viðburðarík og við fáum góða innsýn inn í líf fólksins í litla þorpinu þar sem Nói býr. Íslensk kvikmyndagerð er alltaf að verða betri og betri og má segja að´íslensdingar hafi þróað eigin stíl. Ef þið viljið vita hvers vegna ég er svona hrifinn af Degi Kára skuluði sjá Lost Weekend og Old Spice.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei