Gagnrýni eftir:
Eternal Sunshine of the Spotless Mind0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Humm...ég bjóst nú við frekar miklu þegar ég fór til að sjá þessa mynd enda búinn að vera að fá alveg rosalega dóma. En þegar allt kom til alls að þá var hún alls ekki jafn góð og ég hafði vonast til. Carrey sýnir að vísu frábæra takta og sannar það að hann getur einnig leikið alvarleg hlutvert en ekki bara einhver trúðshlutverk þar sem hann grettir sig og spangólar, þó svo að enginn geri það betur en hann.
En vandamálið við myndina er að maður þarf að vera búinn að útskrifast með gráðu í hugsunarfræði eða eitthvað slíkt til að skilja um hvað myndin er og fatta plottið í henni. Hún æðir úr einu í annað og það eru mörg atriði í henni sem meika ekki sens og skipta engu máli í sambandi við hana og eru bara til að lengja hana. Mæli með því að þið farið á hana óþreytt og tilbúin að hugsa mikið ef við viljið ná því sem er að gerast.

