Gagnrýni eftir:
Equilibrium0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd þessi gerist eftir að 3ju heimstyrjöldinu hefurlokið. Almenningur og yfirvöld hafa gert sér grein fyrir að ef 4 heimsstyrjöldin myndi brjótast út þá yrði við útdauð. Stjórnvöld hafa því komist að þeirri niðurstöðu að ein aðalástæðan yfir því að fólk berjist og nái að verða íllt við hvort annað séu tilfinningar. Fólk er því alið upp við það að sýna tilfinningar sé vont og um leið glæpsamlegt. Tvisar á dag taka allir íbúar inn efni sem slekkur á tilfinningum fólks. Til að fylgjast með þessu eru sérstakir löggæslumenn sem fylgjast með að þessu sé framfylgt. Yfir þeim er sérsveit sem kallast Klerkar(Clerics). Klerkar þessir eru hálf gerðir Bounty Hunters og elta uppi fólk sem reynir að finna til eða njóta lífsins, eins og að eiga málverk og lesa bækur. Allir þeir sem finnast og njóta lífsins eru réttdræpir.
Aðalpersonan heitir Cleric John Preston (Christian Bale) og hans félagi er Cleric Partridge (Sean Bean). Preston tekur eftir því að Partridge er ekki að standa sig og rannsakar málið með hræðilegum afleiðingum. Lendir hann síðan í því að tilfinninga skammturinn hans skemmist og fer hann að finna til og ákveður að rannsaka tilfinningar sínar frekar með misskemtilegum afleiðingum.
Útlitið á þessari mynd er alveg frábært. Þó svo að myndin virðist hafa verið á tight Budget þá sleppur allt vel. Passað er að útlitið sýnir ekkert sem gæti skapað tilfinnigar. Allir klæðast hvítum, gráum eða svörtum fötum. Öll hús er hvít, grá eða svört. Og sömuleiðis allt í þeim fyrir utan einstaka krómaða lampa. Allir eru stífir og sýna engin svipbrigði. Klerkar læra sjálfvörn sem heitir Gun-Kata og er þetta Gun-Kata alveg endalaust flott. Myndin hefur yfirbragð frá söguni 1984 og Fahrenheit 451. Og smá Gattaca bragð af sögunni. Fyrir mitt leyti er þetta ein svalasta mynd sem ég hef séð sérstaklega í ljósi þess að hún er ekki keyrð áfram á tæknibrellum. Að sjá Gun-Kata bardaga atriðin taka Matrix í óæðri endan (líklegt að margir mæla þessar myndir saman). Leikarnir standa sig allir vel enda góður hópur.
Christian Bale er alltaf svalur finnst mér og nær að tjá mann sem er að berjast við að vera tilfinningalaus mjög vel.
Sean Bean er þarna í fínu hlutverki, litlu en þó lykil hlutverki.
Emily Watson kemur þarna fram líka og stendur sig vel og nær að opna augun manns fyrir því hversu mikilvægar tilfinningar fólks geta verið.
Matthew Harbour leikur son Prestons og tjáir hann gífurlega vel og kemur persóna manns á óvart, fylgjast þarf vel með því hvað hún segir til að sjá í gegnum hann.
Taye Diggs leikur Klerkin Brandt sem er nýr félagi Preston og er hann mjög ákvaður í að standa sig og er það túlkað á góðan hátt.
Aðrir standa sig líka vel. Og þessi saga skilur dálitið eftir sig. Helsti gallin er það að manni finnst að einstaka atriði hefði verið hægt að útfæra örlítið betur, manni finnst vanta smá kraft í þau, en kannski skirfast það á leikstjóran Kurt Wimmer og þá peninga sem hann hafði. Annara eru öll mál leist vel að hendi.
Sviðmynd er skemmtilega líflaus og öll tæki og tækni í myndinni. Útfærslan af Gun-Kata skemmtir manni og maður sér að þetta er það eina nýja sem maður hefur séð í bíó mjög lengi. Vonandi fáum við meira af þessu.
The Blair Witch Project0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja, ég þóttist vera heppin maður er ég vann boðsmiða á þessa mynd. Svo var ég nú ekki, frekar hefði ég gefið miðann hjálpræðishernum svo hann gæti veitt einhverjum smá húsaskjól í 2 klst eða svo. Myndin byrjaði ágætlega, en eftir fyrstu 10 mín var hún bara booring, eftir að þau komast í skógin verður þessi mynd gjörsamlega ömurleg. Ekkert nema píkuskrækir í stelpunni og frekja og strákarnir með matsjólæti og slást og rífast við hvorn annan. Greinilegt er að aðstandenduur myndarnir hafi ekki haft neina hugmynd um hvernig mynd þessi átti að enda. Hún fyllti sínar tæpu 90 mín og búið. Hún fær 1/2 stjörnu fyrir að ná blekkja fólk með leiknum raunveruleika líkt og Jerry Springer þættinir. Forðist þessa.
Star Wars: The Phantom Menace0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja þá... þá er biðin og enda... og biðin var löng og ströng en þess virði en þó ekki vel. Þó velflestir þekkja söguþráðinn þá ætla ég að fetta fingur út í hann. Myndin er búin að fá alveg hræðilegt diss og ég er viss um að það hafi bjargað myndinni. Ég gékk sáttur út af henni. En í sambandi við handritið og leikstjórn var það ekki uppa á marga fiska og ég vona svo innilega að Lucas settist aftur í leikstjórnarstólinn. Maðurin á bara að gera beinagrind, skrifa ávísanir fyrir myndina og samþykja hana. Einn stór galli við ræmuna er sá að það eru of margar persónur og það er ekki hægt að gera neinni þeira nógu míkil skil. Og að Darth Maul fái ekki að njóta sín betur er horror og að hann er drepin líka. Leikurinn er þó fín, Liam Nesson, Ewan McGregor of Natalie Portman klikka ekki. JarJar Brinks er ekki eins leiðinlegur og maður bjóst við (laga röddina þá hefði hann verið fínn). Brellurnar rokka auðvitað og ég var mjög mjög ánægður með kappaksturinn (13mín, tók tíman) og skylmingaatriðin. Þessi mynd er möst að sjá, hvort sem þú fílar hana eður ei. Hún var mun betri en Return of the Jedi. May the force be with You.
Star Wars: A New Hope0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er myndin sem gjörsamlega breytti kvikmyndaheiminum. Fólk hafði aldrei séð svona ævintýri áður, Prinsessa í haldi hins illla, lítil sætur strákur bjargar henni frá veldinu, smákrimmi sem óvart flækist í málin og gamal meistari sem trúir því að eitthvað afl stjórni heiminum. Fólk stóð í röðum til að sjá hana þessa, lét hafa sig að standa kanski í daga, sá myndina og fór síðan aftur í röð, enda ekki skrýtið. Brellurnar sem eru í þessari mynd eru ennþá dagin í dag míkið notuð þótt að helvítis Tölvan er farin að taka við. Mynd þessai er frumritið af geimævintýra myndum sem eru gerð í dag. Myndim sem gerði Harrinson Ford að því sem hann er í dag. Alec Guinnes er yndislegur sem Obí-Wan Kenobí. Þessi mynd er tákn um sígild. Vona nú að fyrri parturinn skemmi ekki þessa goðsögn. Skrýtið samt að sjá að þessi mynd er með fordóma, fórdóma um nasisma. Þið vitið hvað ég meina. Endurbætta útgáfna olli samt verulegum vonbriguðum, samt gaman að geta hafa séð hana í bíó.
Star Wars: The Empire Strikes Back0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tvímælalaust sú besta í Stjörnustríðsbálknum. Sú svartasta í röðinni, hetjunar verða fyrir skaða þarna, missa hönd og verða frystir. Þótti rosalegt plottið þarna með faðernið hans Luke Væmna. En er orðið einkennandi klísja í dag. uppreisnar menn hörfa í þessum parti en myndin endar á vel skipulagði áras sem sést í þeirri þriðju part six. Tæknibrellurnar voru einstakar og eru það enn, Sviðsmyndin er stórkostleg og Svarthöði íllilegri þarna en í fjórða parti. Ný hetja bættist í hópinn, gamal spilafélagi Han Solo´s. Svikur hetjurnar, en endar á að bjarga því sem bjarga varð. Yoda kemur og brillerar þarna. Þessi mynd gjörsamlega rúlar mest af þeim öllum. Þótt fannst mér hún leiðinlegust þega rég vara yngri og vitlausari, en sé það núna að hún hefur að geyma bestu söguna.
Saving Private Ryan0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Björgun óbreytts Ragnars er ein mest ofmetnaðasta mynd sem dæmi eru um, sögurþráðurin er algert crap og það er enginn húmor í henni, sem er kannski ekki réttlátt að biðja um. Þoðerniskendin hjá kananum er að vísu ekki míkil í þessari mynd en hún er til staðar í upphafi og í enda og það bara sýgur. Það sem bjargar þessar mynd frá glötun er hversu raunveruleg hún er. Svona var þetta og það fáum við að sjá. Eins er byrjunaratriðið einstaklega vel útfært. Myndin er snilldarlega klippt og án efa eftir að fá einhverja óskara fyrir leik og klippingu. Jafnvel sópar hún til sín honum Óskari Frænda. Ég fer ekki að krossa við það að hún vinni neitt pottþétt .. ég bíð spenntur eftir The Red Thin Line.

