Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Dís
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór fullur væntinga á myndina DÍS, enda hef ég gaman af íslenskri kvikmyndagerð. Í stuttu máli má segja að myndin stóðst þær væntingar sem ég hafði gert mér og gott betur: hún var frábær. Álfrún Helga er frábær í hlutverki Dísar, einlæg og heillandi og það sama má raunar segja um aðra leikara myndarinnar - mjög sannfærandi í hlutverkum sínum.


Mikið af þjóðþekktum einstaklingum koma einnig fram í myndinni og glæða hana auknum raunveruleika. Klippingin er skemmtileg og myndatakan einnig, en myndin er unnin á stafræna tækni. Það skilar sér ágætlega, en þó er myndrammin á nokkrum stöðum ekki í skerpu, sérstaklega í víðskotum. Það er hinsvegar ekki truflandi nema maður sér beint að velta fyrir sér tæknivinnslunni. Framleiðendur myndarinnar eiga hrós skilið fyrir að nota þessa nýju tækni og gera það svo vel.


Myndin er mjög skemmtileg og með betri íslensku myndum sem ég hef séð og ég mæli eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Prisoner of Azkaban
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á forsýningu á nýjustu Harry Potter myndinni 2. júní síðastliðinn, The Prisoner of Azkaban og ég verð nú að viðurkenna að sem mikill Potter aðdáandi þá er þetta svoltið eins og að stelast til að halda jólin tvem dögum fyrr. Reyndar hef ég aldrei haft mjög gaman af ævintýramyndum en kynntist Harry Potter í vetur gegnum þriggja ára frænda minn. Sökum þess hvernig ég komst í kynni við þessar myndir hef ég bara séð hinar fyrri tvær á íslensku en úr því verður bætt við fyrsta tækifæri.


Ég ætla ekki að skemma fyrir ykkur sem eigið eftir að sjá hana með því að tala um söguþráðinn, en ætla þess í stað að segja stuttlega frá myndinni sjálfri. Myndatakan þótti mér mjög skemmtileg, sérstaklega nokkur atriði þar sem spegill var notaður á skemmtilegan hátt. Sama má segja um tæknibrellurnar en það var tæknibrelluhetjan John Richardson sem stýrði völdu liði í brelludeildinni. Leikaratríóið unga stóð sig með stakri prýði sem og í fyrri myndumum og sama má segja um aðra leikara myndarinnar. Plottið er með þeim flottari sem maður hefur séð í barnamyndum, þó svo að það sé að verða hæpið að kalla Harry Potter barnamynd þar sem söguhetjurnar vaxa hratt úr grasi. Og loks ber að nefna leikstjórann, en það var Mexíkaninn Alfonso Cuarón sem meðal annars er þekktur fyrir myndir á borð við Y tu mamá también (Móðir þín líka) og A Little Princess sem leikstýrði myndinni og tekur við af Chris Columbus sem leikstýrði hinum fyrri tvem. Hann gerir það mjög vel og er enginn eftirbátur Columbusar og þó síður sé. Það er hinsvegar ljóst að hann mun ekki leikstýra næstu mynd, Harry Potter and the Goblet of Fire, en tökur á henni standa yfir um þessar mundir.


Myndin var í stuttu máli sagt mjög skemmtileg og án efa mynd sem ég mun fara aftur á innan skamms. Í lok sýningarinnar stóð salurinn úr sætum sínum og klappaði hraustleg og það verður að teljast besti dómur sem mynd getur fengið.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Confessions of a Teenage Drama Queen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er vist átak að hafa sig á mynd sem þessa í bíó, og ég verð reyndar að vitna í félaga mína sem fóru með mér að þetta er mynd sem maður hefði betur beðið með fyrir vídeótækið heima. Engu að síður er þetta ágætis afþreying og skemmtilega gert grín að lífi táningsstúlku sem er mikil dramadrottning eins og nafnið ber með sér. Það er Lindsey Lohan sem leikur aðalhlutverkið í myndinni en ef vel er að gáð má sjá að þarna er á ferðinni stúlkan sem fór með hlutverk tvíburasystranna Hally og Annie í myndinni The Parent Trap um árið. Hún skilar sínu mjög vel en stjarna myndarinnar að mínu mati er þó Adam Garcia sem fer með hlutverk rokkstjörnunnar Stu og á mjög góða innkomu í myndinni. Fín afþreying og nokkuð góðir brandarar, gef henni 2 og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei