Gagnrýni eftir:
Torque
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég kem mér beint að efninu, þessi mynd er hræðileg. Ég fékk 8. boðsmiða á þessa kvikmynd og seldi 7 stykki á 500kr. p. miða - ég fékk vægt samviskubit þegar ég sá hvað þetta var ömurleg mynd, ég hefði átt að gefa miðana eða borga fólki fyrir að taka við þeim. Myndin fjallar um Ford og mótorhjóla vini hans. Ford fór fyrir 6 mánuðum til Tælands vegna þess að glæpagengi var á eftir honum og skildi því kærustu sína eftir án þess að gefa henni einhverja viðvörun um málið. Ford snýr svo til baka, til að ganga frá málunum, og vill fá kjéllinguna sína aftur - það er hins vegar ekki auðvelt, þar sem hún elskar hann ekki lengur.
Henry, foringi glæpagengisins, er á eftir Ford vegna þess að Ford tók til geymslu fyrir hann tvö mótorhjól sem innihéldu helling af eiturlyfjum. Strax og Ford kemur í gamla bæinn byrjar 'stuðið'. Hann lemur nokkra menn og svo fleiri menn þartil að Æs Kjúb og gengið hans koma að honum og lemja hann. Junior, litli bróðir Æs Kjúbs, er alltaf að koma sér í vandræði og eitt skiptið ræðst hann á Ford. Þá sér Henry sér góða leið til að koma Ford fyrir kattarnef og drepur Junior. Æs Kjúb heldur þá að Ford hafi drepið hann og byrjar að elta Ford, í þeim tilgangi að drepa hann.
Ford og mótorhjólavinir hans fara þá í felur og smygla sér í allskonar faratækjum til L.A. og ætla þar að tala við löggumanninn McPherson um Henry og hans mál. Þeir tala fyrst við Æs Kjúb og segja honum hvað gerðist og hann trúir þeim næstum því. Síðan mætir McPherson, en þá kemur í ljós að McPherson er með Henry í liði og hafa þeir beðið í hálft ár eftir Ford KOM ALVEG ÓTRÚLEGA Á ÓVART. Ég meina, hvernig finnur þetta fólk, sem gerir handritið fyrir svona myndir, uppá þessu rugli? Er það á einhvers konar lyfjum sem gera þeim fært að rugla bara og svo gefa þau framleiðandanum sama lyf og hann samþykkir þessa steypu?
Allavega, McPherson ætlar að drepa Ford og Æs Kjúb en þá hafpi Ford séð við honum með því að festa sprengjuefni við hljólin sem allt dópið var inn í. McPherson verður þá reiður og segir meet my friends, eða eitthvað álíka asnalegt og ófrumlegt, og Henry og co. koma inn. Þetta blessast síðan allt með svakalegum eltingaleik þar sem fólkið hoppar milli mótorhjóla á 200km hraða. Og síðan, alveg í lokin, kyssast Ford og kærastan hans - eins og við mátti búast í svona rugl-/töffaramynd.
Ég veit að þessi 'gagnrýni' skemmir myndina fyrir þér, en vertu bara ánægður - hún er ekki léleg, hún er hræðileg!
Lost in Translation
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég held að lýsingarorðið 'fallegt' segi allt sem segja þarf. Bill Murray er frábær leikari og skilar hlutverki sínu í Lost In Translation frábærlega. Hann leikur Rob Harrys sem er heimsfrægur leikari sem er í Tokíó í þeim tilgangi að leika í viskíauglýsingu - og fær fyrir 2 milljónir dala. Hjónaband Rob's er ekki gott, enda er hann lítið heima. Börnin hans vilja ekki tala við hann þegar hann hringir heim og eiginkona hans sýnir honum enga athygli, honum líður ekki vel. Á sama tíma, og Rob er í Tókíó, er Charlotte þar með eiginmanni sínum - sem er ljósmyndari að atvinnu. Charlotte og Rob eru bæði einmana sálir í leit að ást og vináttu. Charlotte er leikin af Scarlett Johansson, og átti hún - að mínu mati - skilið óskarstilnefningu fyrir hlutverk sitt.
Lost In Translation er falleg kvikmynd sem snerti hjarta mitt svo um munaði og mæli ég með henni fyrir börn sem aldraða.
The Lion King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Lion King - 1994
Leikstjórar : Roger Allers, Rob Minkoff
Handrit : Irene Mecchi, Jonathan Roberts o.fl.
-
Konungur Ljónana er teiknað meistaraverk sem segir frá ljónsunganum Simba allt frá fæðingu til dagsins sem hann verður konungur. Simbi fæðist í höll skógarins, eða í bæli föður síns Múfasa. Myndin er sneisafull af skemmtilegum lögum og fyndnum atriðum. Í byrjun myndar flykkjast öll dýrin í skóginum að klettinum þar sem Simbi er nýfæddur og á að skýra hann. Api einn, nefndur Api3, tekur Simba og heldur honum uppi fyrir öll dýrin, á meðan stynja þau og vekja upp kátínu hjá okkur hinum. Þá kemur, eins og allir kannast örugglega við, The Lion King merki og svo loks byrjar myndin.
Simbi er ungur og óreyndur ljónsungi sem á sér uppáhaldsvin, hana Njölu. Simbi og Njala leika sér allan daginn og á eftir þeim flýgur þjónn Múfasa, fuglinn hann Sazú. Frændi Simba og bróðir Múfasa, hann Skari, er vont ljón og girnist konungdæmi Múfasa meira en allt annað, og brýtur þ.a.l. 9. boðorðið. Með Skara eru þrjár híenur sem hjálpa honum við að reyna að ná konungdæminu. Reyndar eru miklu fleiri híenur, en þær koma ekkert við í sögunni. Einn örlagaríkann dag fer Simbi ásamt föður sínum að stað í skóginum þar sem þeir sjá antílópur og naut hlaupa. Þetta var allt planað hjá Skara, hann gaf híenunum merki um að hræða dýrin, því hann vildi Múfasa dauðann. Simbi fer óvart niður Múfasa kemur á eftir en dettur niður, og næstum deyr. Hann samt kemst upp en þar sem Skari og hendir honum niður, og segir Lengi lifi konungurinn! og Múfasa dettur niður og deyr. Á þessum punkti í sögunni fer Simbi niður þar sem faðir hans liggur og kallar á hann, en faðir hans, Múfasa, er því miður látinn. Simbi leggst hjá honum. Þarna vorkennir maður Simba, ég man allavega hvað ég varð sorgmædur þegar ég var lítill. Simbi heldur að hann hafi drepið Múfasa því að Skari setti þetta vel á svið. Skari segir Simba að fara út Ljósulendum og koma aldrei aftur. Simbi flýr burt.
Myndin hefst núna á allt öðrum stað og koma inn í söguna allt aðrar persónur. Tímon og Púmba, hver man ekki eftir þeim. Þegar ég rita þessi orð þá rennur eitt tár niður vanga minn. Tímon & Púmba taka Simba að sér og kenna honum að lifa í óbyggðunum, og m.a. að éta ógeðsleg skordýr. Eftir stuttan tíma verður Simbi fullorðinn og syngja þeir saman lagið. Einn dag, þegar Tímon og Púmba eru að veiða, kemur ljóninja að Púmba og ætlar að borða hann. Púmba nær að hlaupa til Simba sem fer í slag við ljóninjuna. Simbi áttar sig á því að þetta er Njala og kynnir sig. Njala trúir því ekki, en áttar sig fljótt. Njala segir honum frá öllu sem gerst hefur. Skari var orðinn konungur og allar ljóninjurnar látnar veiða allan daginn án matar. Algjört helvíti. Hún segir Simba að hann sé konungurinn en hann hlustar ekki á hana. Þau verða ástfanginn og loks fer Simbi aftur til Ljósulenda og endurheimtar ríki sitt. Allir verða glaðir og endar myndin á því að hann er orðinn konungur.
Kveðja,
Hrannar Már.
Toy Story
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Toy Story - 1995
Leikstjóri : John Lasseter
Handrit : John Lasseter & Andrew Stanton
-
Toy Story er um Adda, sem er ungur drengur, og leikföngin hans. Addi á fullt af leikföngum og þar á meðal Vidda, sem er uppáhalds leikfangið hans og þar af leiðandi vinsælasta leikfangið í herberginu. Viddi er lögreglustjóri og stjórnar herberginu, og finnst öllum, m.a. okkur áhorfendum, hann gera það vel. Besti vinur Vidda, fyrir utan Adda, er Slínkur. Slínkur er gormahundur af guðs náð. Til að nefna nokkur af hinum leikföngunum þá heita þau : Bóthildur, Kartöfluhaus, Svínki, hermennirnir og margir fleiri. Viddi er hrifinn af Bóthildi og vita það allir, hún er líka hrifin af Vidda afþví hann er vinsælasta leikfangið. En það sýnir sig brátt að Bóthildur selur sig fyrir lítið.
Einn dag kemst Viddi að því að Addi sé að fara að halda upp á afmælið sitt, og lætur alla hina vita. Viddi segir ...afmælið verður haldið í dag... og er það mikið sjokk fyrir leikföngin, því með hverju afmæli koma ný leikföng, og með nýjum leikföngum koma óvinsældir. Afmælið byrjar með viðeigandi látum og verða hin leikföngin taugaóstyrk. Viddi sendir þá grænu sérsveitarmennina niður til að njósna og segja þeim, í gegnum talstöð, hvað sé í gangi. Því miður er mannsfall í sveitum grænu hermannana en komast þeir samt inn í blómabeð og sjá gjafirnar. Þeir segja Vidda og félögum hvað kemur upp úr pökkunum og allt gengur vel. Ekkert spennandi leikfang kom upp og anda allir léttar. En síðan tekur móðir Adda upp leynilegann pakka og úr honum kemur enginn annar en Bósi Ljósár.
Bósi Ljósár er geimlögga úr gammaferningi og berst þar við óvininn Zurg. Bósi veit ekki hvar hann er og ræðst á Vidda með leysigeislanum sínum þegar Viddi býður hann velkominn í herbergið hans Adda. Allir, m.a. Viddi, vita að Bósi er nýjasta leikfangið og þ.a.l. vinsælasta leikfangið. Fyrir afmælið var allt inn í herberginu hans Adda merkt Vidda en núna er allt merkt Bósa. Viddi verður mjög fýll og afbrýðisamur því að Bóthildur er núna orðin skotin í Bósa og ákveður að koma Bósa fyrir kattarnef. Einn dag þegar Siggi, vondi strákurinn í næsta húsi, er úti í garði með hundinum sínum að myrða einn af hermönnum Adda, hendir Viddi Bósa útum gluggann. Bósi dettur ofan í runna og enginn finnur hann. Leikföngin halda öll að Siggi hafi náð honum og kenna Vidda um verknaðinn.
Á þessum tíma í myndinni er Viddi og mamma hans og systir að flytja. Móðir hans er orðin leið á að pakka og ákveða þau að fara á Pizza Plánetuna. Addi vill fá að taka báða, Vidda og Bósa, með sér en móðir hans leyfir bara einn. Addi finnur ekki Bósa, vegna hvarfsins, og tekur Vidda bara með. Þegar þau eru að fara af stað stekkur Bósi upp í bílinn og kemst með þeim. Móðir Adda stoppar á besínstöð til að taka bensín og þar hoppar Bósi á Vidda og detta þeir útúr bílnum. Því miður fyrir þá þá fer móðir Adda af stað og skilur þá eftir. Þeir verða báðir miður sín og Bósi tilkynnir þetta til stjórnstöðvar. Þá sér Viddi Pizza Plánetan bíl og hoppa þeir upp í hann. Þeir komast á staðinn en lenda inní tæki hjá fullt af öðrum leikföngum. Þar sem Klóin er. Enginn annar en Siggi er að veiða upp úr tækinu og veiðir eitt leikfang, Vidda og Bósa.
Hann gefur hundinum sínum hitt venjulega leikfangið, en tekur Vidda og Bósa upp í herbergi til sín þar sem hann er búinn að misþyrma fullt af leikföngum, m.a. uppáhaldsdúkku systur sinnar. Hann á eldflaug og ætlar sér að binda hana við Vidda og sprengja hann með henni. Þegar Siggi ætlar að gera það byrjar að rigna og frestar hann eldskotinu til morguns. Viddi og Bósi eyða nóttini hjá Sigga en komast svo daginn eftir, sama dag og Addi flytur, út og nota eldflaugina til að komast upp í flutningarbílinn þar sem öll hin leikföngin eru. Myndin endar vel á jólum þar sem Addi fær hvolp og frú Kartöfluhaus. Í næstu mynd koma þau bæði mikið fram.
-
Kveðja,
Hrannar Már.
Shrek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Komiði sæl, í þriðja sinn.
Ég virðist ekki geta hætt þessum Disney-greinum mínum og sýnir það örugglega mjög mikið um hvað lítið ég hef að gera á daginn en ég ætla núna að skrifa um Shrek. Shrek var gerð árið 2001 í samvinnu Disney við DreamWorks. Það má með sanni segja að þetta sé bráðskemmtileg mynd með fullt af skemmtilegum karakterum sem hafa komið áður í mörgum ævintýrum.
Shrek - 2001
Leikstjórar : Andrew Adamson, Vicky Jenson o.fl.
Handrit : William Steig, Ted Elliot o.fl.
-
Shrek er vingjarnlegt tröll sem býr í eitt í mýri. Shrek talar ekki við neinn og á enga vini, hann á samt hið fullkomna líf. Enginn truflar hann, nóg af mat og engir óboðnir gestir. Shrek skemmtir sér við að hræða menn sem leita að tröllum og skemmtir sér svo sannarlega vel við það. Einn daginn vaknar Shrek þar sem fjöldinn allur af ævintýra persónum eru fyrir utan heimili hans. Shrek spyr hvað sé í gangi og gerir sér brátt grein fyrir því að Greifinn í landinu er að handsama allar ævintýra persónur og geyma þær á túninu hjá honum. Við fáum að sjá þegar mennirnir í landinu eru að selja ævintýrapersónurnar sínar, t.d. maður að selja Gosa. Ein kona kemur með asna einn að borðinu þar sem fólkið fær peningana fyrir ævintýrapersónurnar. Hún segir hann geta talað. Hermaðurinn, sem tekur við perónunum, biður hann þá um að tala en hann þegir algjörlega. Þá handtaka þeir konuna fyrir að ljúga. Það eru fljótt allir komnir á mýrina hans Shrek, allt frá úlfinum í Rauðhettu til dvergana í Mjallhvít og dvergarnir sjö. Þeir segja Shrek að greifinn hafi hent þeim þangað og lokað þá af inni í mýrinni.
Shrek ákveður þá að fara, með asnanum, til greifans til að fá landið sitt aftur. Þeir lenda í miklum ævintýrum á leiðinni. Við fáum að kynnast því að greifinn er í raun Hitler, hvernig hann talar um að ævintýrapersónurnar eyðileggja hans fullkomnu veröld. Spegillinn úr Mjallhvít og dvergarnir sjö talar við greifann og segir honum að hann þurfi drottningu til að verða kongur. Hann gefur honum þrjár konur til að giftast og hann velur Fionu prinsessu. Eina sem hann þarf að gera er að bjarga henni úr kastala þar sem eldspúandi dreki ræður ríkjum. Það vill svo heppilega til að Shrek er einmitt kominn til greifans þegar hann á að fara og eftir mikla hetjuburði Shrek, þegar hann lemur marga hermenn í klessu, ákveður greifinn að senda Shrek í förina að ná í Fionu. Og ef hann gerir það þá fær hann mýrina sína aftur.
Shrek og asninn fara þá að ná í prinsessuna og lenda í mörgu á leiðinni. Loks koma þeir að höllinni og ná í prinsessuna, hún hafði greinilega planað björgunina mikið því hún vissi alveg hvað gera átti. Eftir að hafa platað drekann komast þeir út og leggja afstað heim. Eitt kvöldið kemst asninn að því að prinsessan er í álögum. Alltaf þegar kvöld kemur þá breytist hún í tröll. Ansinn heldur fyrst að Shrek hafi borðað prinsessuna, en svo virðist ekki vera. Asninn lofar að segja Shrek ekki frá þessum álögum því að prinsessan er orðin svoldið hrifin af Shrek, og það er gagnkvæmt. Greifinn mætir þeim á miðri leið og tekur prinsessuna og ætlar að giftast henni. Þegar athöfnin er þá breytist prinsessan í tröll og segist Shrek elska hana. Eins og allar aðrar Disney myndir þá endar þessi mynd vel.
-
Í myndinni eru mörg skemmtileg lög, eins og Halleluja og mörg önnur. Þetta er mjög skemmtileg mynd sem flestir hafa séð.
A Bug's Life
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin Pöddulíf kom út árið 1994 og var stíluð Meistaraverk. Pöddulíf fjallar um maurinn Flikk og hina maurana sem hann býr með í maurabúinu og lendir hann, og allir hinir maurarnir, í mörgum ævintýrum. Felix Bergsson talar fyrir Flikk, eins og í flestum þýddum Disneymyndum.
Pöddulíf - 1998
Leikstjórar : John Lasseter & Andrew Stanton
Handrit : John Lasseter & Andrew Stanton
-
Pöddulíf fjallar um maurinn Flikk og hans ævintýri. Flikk er ekki vinsæll í maurabúinu og er átalinn vitleysingur. Einn daginn, þegar maurarnir eru búnir að vera að safna mat allan daginn fyrir engisspretturnar, finnur Flikk upp nýja uppfinningu. Prinsessan, hún Atta, hefur ekki mikið alit á Flikk og álítur hann smán á maurabúið. Þegar viðvörunarbjallan fer í gang hlaupa allir maurarnir inn í búið, og vonast til þess að engisspretturnar komi, éti og fari, eins og þær hafa ávallt gert. Flikk hinsvegar er of seinn og hendir þessari fínu uppfinningu á matinn sem dettur ofan í poll. Sem er eins og á í þeirra augum. Engisspretturnar verða reiðar og hóta öllu illu. Þær fara og segjast ætla að koma aftur þegar síðasta laufblaðið er fallið, og þá eiga maurarnir að vera tilbúnir með mat, og tvöfalt af öllu.
Þegar dæma á Flikk, fyrir gáleysi sitt, kemur hann með hugmynd. Hann segist geta farið, af eyjunni sem búið er staðsett á, og fundið stærri og sterkari pöddur til að hjálpa við að berjast við engisspretturnar. Drottningin og aðstoðar menn hennar þurfa ekki að hugsa sig um tvisvar, ef Flikk fer í burtu þá verður allt betra. Flikk fer því til frá eyjunni og allir fagna, hann heldur að maurarnir séu að fagna honum góðrar ferðar, en maurarnir eru að fagna því að hann er farinn og kemur ekki aftur. Flikk fer til Pödduborgar og hittir þar marga, en enginn vill hjálpa honum. Hann finnur þá misheppnað sirkúsfólk sem hann heldur að sé herpöddur. Hann fer með “herpöddurnar” heim í búið og þeim er tekið vel. Sirkúspöddurnar sjá fljótt að það halda allir að þær séu herpöddur. Þær flýja burt, en Flikk nær þeim og þá skeður eitt merkilegt. Þegar þær eru að fara lender litla drottningarbarnið í vandræðum, en ná pöddurnar að bjarga henni, og sanna sig fyrir maurunum.
Flikk kemst að því að foringi eingissprettana er skíthæddur við fugla. Hann tekur uppá því að búa til risafugl í þeirri von að hræða Skoppa, foringjann og þá kannski myndu engisspretturnar fara og aldrei koma aftur. Maurarnir fatta samt að þetta eru bara venjulegar sirkúspöddur og búa sig undir það versta. Einn daginn, þegar síðasta laufið fellur, koma eingisspretturnar aftur og vilja matinn sinn. Auðvitað er enginn matur til, því að allur tíminn fór að búa til fuglinn. Skoppi verður ævareiður og byrjar að ráðast á fuglana, segir þeim að fara að ná í mat og þannig. Þá fara Flikk og fleiri maurar og ná í fuglinn og fljúga niður. Það heppnast mjög vel, fyrir utan það að ein paddan kveikir í honum, og vinna maurarnir. Eins og áður þá endar þessi saga vel.
Takk fyrir mig.
Kveðja,
Hrannar Már.
Eight Crazy Nights
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snillingurinn Seth Kearsley er leikstjóri myndarinnar Eight Crazy Nights og er það Adam Sandler, sá frábæri leikari og grínisti, sem leikur aðalhlutverkið og talar fyrir þrjár aðalpersónur og eina aukapersónu. Þetta er ekki amalegt teimi þarna á ferð en Seth Kearsley er einmitt frægur fyrir að vera einn af fólkinu á bakvið teiknimyndaþættina geisivinsælu Dilbert. Handrit myndarinnar var í höndum Adam Sandlers, Brooks Arthur's, Allen Covert's og Brad Isaacs og eins og þið sjáið þá er þetta frábært fólk sem er þarna. Flestir hafa nú unnið með Adam áður og eru leikararnir teiknaðir, mjög vel, inn í myndina. Myndin átti uppraunarlega að heita Adam Sandler's 8 Crazy Nights og heitir það sjálfsagt einhversstaðar í heiminum, en ekki í Bandaríkjunum og ekki hérna heima. Þetta er, eftir því sem ég kemst næst, fyrsta teiknimynd Adam Sandlers og er hún frábær í alla staði.
Myndin fjallar um Davey sem er ungur maður á niðurleið. Davey var vinsæll og átti góða barnæsku og var efnilegur körfuboltamaður en þegar hann var mjög ungur létust foreldrar hans og síðan þá hefur heimur Davey Stone breyst. Hann lendir í vandræðum og á að vera sendur í fangelsi en þá kemur til hans lítill, glaðlegur og umburðarlyndur maður og vill hjálpa honum. Sá maður er Whitey körfuboltaþjálfari Davey þegar hann var yngri og þekkja allir bæjarbúar hann en láta sér fátt um hann finnast. Whitey er það sem við myndum kalla í dag, dvergur, og býr hann hjá dvergasystur sinni Eleanore sem er sköllót og lítur út eins og ugla. Whitey er frábær maður sem elskar að hjálpa fólki, og misnotar fólk það á ýmsa vegu. Myndin fjallar um vináttu, ást og auðvitað húmor. Hún er stútfull af skemmtilegum bröndurum, lögum og fyndnum persónum. Ég sá þessa mynd fyrst á samkomu í skólanum mínum og komu atriði sem ég og vinur minn hlógum einir af. Ég skil ekki í fólki að finnast sumt ekki fyndið, en ætli það hafi bara ekki húmor fyrir körlum sem dansa á skondinn hátt og lögum sem eru sprenghlægileg .. bölvaðir slúbbertar.
Myndin hefur líka punkt, sem þú kemst að hver er þegar þú sérð hana. Það kom mér hreinlega á óvart hvað myndin er vel gerð, t.d. með söguþráðinn, hann fer aldrei út í rugl heldur stendur fastur við einn punkt og skilar efninu algjörlega til okkar. Adam Sandler talar fyrir Davey, Whitey, Eleanore & hreindýrin.
Fjölskylda Adams talar fyrir fjölskyldu Davey í myndinni, þ.e. mömmu hans og pabba. Myndin er frábærlega teiknuð í alla staði, Adam Sandler og fleiri leikarar eru alveg eins teiknaðir og þeir eru í myndinni. Ég mæli svo sannarlega með henni fyrir alla.
Kv,
Hrannar Már.