Gagnrýni eftir:
Alexander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fimmtudaginn 27. janúar 2005 ákvað ég og vinkona mín að fara í bío. Að sjálfsögðu skoðuðum við þessa síðu first til að sjá hvað væri í boði. Eftir að hafa lesið gagnrýni um Alaxander vorum við sammála að fara ekki að hana og ákváðum því að sjá Alfie, en þar sem einhver misskilningur var á ferðinni um síningartíma ákváðum við bara að slá til og sja Alexander þrátt fyrir slæma gagnrýni. Við ákváðum að fara með opnu hugarfari því eftir að hafa lesið misjafnar skoðanir fólks um þessa mynd, lofaði hún ekki góðu.
Það er greinilegt að skoðanir fólks eru jafn misjafnar og fólkið er margt. Ef þú ferð að sjá Alexander með því hugarfari að þú sért að fara á stríðsmynd er ég viss um að þú verðir fyrir þó nokkrum vonbrigðum. Aftur á móti ef þú ferð að sjá Alexander sem sögulegt drama er ég sannfærður um að þú eigir eftir að skemmta þér mjög vel. Því er ég viss um að flestir þeirra sem segja þessa mynd lélega hafi gert sér væntingar um hasarmynd á borð við Troj og Glatiador. Alexander var einn snjallasti herforingi sögunar, á aðeins 8 árum lagði hann undir sig Persíu, Sýriu, Egyptaland, Afghanistan og að lokum hluta af Indlandi, ásamt því að vera konungur Makedóníu og ráða yfir Grikklandi. Hann sigraði 250.000 manna her Persa með 40.000 manna her sínum af einstakri snilgd og herkænsku. Þannig að það er ekki annað hægt að segja en að Alexander hafi verið einn sá mesti eð ekki sá mesti herforingi sem uppi hefur verið. Það er ekki hægt að líkja þessari mynd við Troj því Alexander er æfisaga en fjallar ekki um einstaka orustu eins og Troj, né Gladiator því Alexander var til í alvöru og því ekki skáldsaga eins og Gladiator. Í einhverri gagnrýninni segir einhver að Aleaxander hefði frekar átt að vera kallaður Alexander the Gay en ekki Alexander the Great. Ég skil viðhorf þess sem ritaði það. En ég held að hann/hún geri ser ekki grein fyrir að þessi mynd gerist ekki í nútímanum. Á þessum tíma var tíðarandinn allt annar. Alexander kallaði Hephaistion, philalexandros eða vinur Alexanders Þannig að samband þeirra sem slíkt var huglægt en ekki líkamlegt. Aftur á móti var Hephaistion jafnframt hjásvæfa Alexanders og er því engin furða að menn vilji flokka Alexander sem gay eða samkynheigðan einstakling. Þið sem hafið séð myndina ættuð að hafa tekið eftir því að flest allir leiðtogar Alexanders voru ávalt umkringdir ungum piltum. Málið er að á þessum tíma þótti samkynheigð ekkert tiltöku mál, menn og konur sænguðu hjá flest öllu sem hreifðist, jafnvel dýrum. Tilhugalíf á þessum tíma var bara flokkað undir sjálfsagðan hlut, það var ekki fyrr en kristnin kom til sögunar að menn fóru að líta á samkynheigð sem kynvillu, eg efast um orðið homosexual hafi verið til á þessum tíma.
Ég verð að segja að miðað við efni í 3 kvikmyndir hafi Stone tekist bærilega til við að koma því fyrir í einn kvykmind þó mér finnist vera farið frekar hratt yfir söguna á köflum. Með hlutverk Alexanders fer leikarinn Colin Farrell, hann stendur sig með prýði, hann lagði á sig 2 mánað þjálfunarbúðir í Marakó þar sem hann æfði að sitja hest, skilmingar, taktík og herkænsku ásamt 400 meðleikurum og statistum. Önnur hlutverk fara stórleikarar á borð við Anthony Hopkins sem Ptolemy, Angelina JolieSem Olympias eða móðir Alexanders, Val Kilmer sem Philip eða faðir Alexanders og Christopher Plummer sem Aristotle. Ég gef myndinni 3 og hálfa stjörnur fyrir leik, fyrir buninga hönnun og sviðsmynd fær hún 4 stjörnur og kvikmyndatöku og leikstjórn 3 og hálfa stjörnur og fær því myndin í heild sinni 3 og hálfa stjörnu(3,5+3,5+4=11/3=3,66).