Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Boogeyman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst Boogeyman byrja alveg vel og brá mér nokkuð mikið í fyrsta atriðinu en annars var söguþráðurinn frekar asnalegur finnst mér myndin í heildina var allt í lagi, alveg horfanleg.


En myndin fjallar um Barry Watson (man ekki hvað hann hét í myndinni) sem trúir á Boogeyman og fer að verða var við hann. Þegar hann var lítill var pabbi hans tekinn af the Boogeyman og hann jafnaði sig aldrei almennilega á því. Enginn trúði honum auðvitað þannig hann var einn á báti nema hann átti fallega kærustu sem hugsaði vel um hann. Eftir lát móður hans fer hann og dvelur 1 nótt í gamla húsinu og þá gerist margt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gladiator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er STÓRKOSTLEG ein af mínum bestu myndum. En myndin fjallar í stuttu máli um Rómverska hershöfðingjann Maximus (Russell Crowe) sem er hnepptur í ánauð af hinum gjörspillta arftaka krúnunnar og gerist skylmingaþræll. Hreysti hans á leikvanginum leiðir hann á endanum til Rómar, í hringleikahúsið Colosseum þar sem hann fær loks tækifæri til uppgjörs við nýja keisarann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cursed
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er hreint út sagt leiðinleg, maður hélt kannski að hún væri góð en hún var alls ekki góð. Alls ekki eyða 800 kr í bíó á þessa mynd.. Leikararnir léku allaveg ágætlega og gef ég því eina stjörnu. En myndin fjallar um varúlf sem smitar 2 systkini og til þess að breytast aftur í venjulega manneskju þarf að drepa varúflinn, fyrir þá sem eru spenntir að sjá þessa mynd þá segi ég ekki meir. En mæli ekki með henni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Open Water
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er ein leiðinlegasta mynd sem ég hef séð en hún fjallar um par sem fer i skemmtiferð til sólarlands man ekki hvaða land og fara í köfunarferð og verður viðskilja við hópinn sinn. Þetta er virkilega illa tekin mynd sem átti aldrei að fara í bíó engin þekkt andlit í myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Last Samurai
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er gríðarlega skemmitleg og mæli ég með henni þar sem Tom Cruise fer með aðalhlutverk sem Borgarstríðshetja, og fer til Japans að berjast við Samuræja en endar svo sem fangi hjá þeim og lærir margt af þeim.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dreamcatcher
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Dreamcatcher er alveg nokkuð góð í byrjun og frekar spennandi og sóðaleg en það mætti gera geimverurnar aðeins raunverulegri það sást að ekki var verið að vanda sig við það.Myndin er nokkuð góð í byrjun en þegar leið á síðari helming myndarinnar varð hún frekar slöpp. En myndin er um vinahóp sem fær þá sérstöku gjöf að geta talað saman með huganum sem þeir fengu frá einum félaga sínum sem hét Duddits.

En það kemur einhver geimveru faraldur í þessum bæ og skóg þarna í grennd og er Blue Unit sem er geimverudeildin að berjast gegn geimverunum en vinahópurinn er í kofa þarna í skóginum þar sem geimverurnar eru.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ready to Rumble
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

David Arquette leikur Gordie og Scott Caan leikur Sean i þessari braðfyndnu gamanmynd sem Brian Robbins (Varsity Blues) leikstyrir. Með heilann i hauslas og miklar væntingar, ætla Gordie og Sean að hjalpa eftirlætisglimuhetju sinni (Oliver Platt) að endurheimta meistaratitilinn. Bill Goldberg, Diamond Dallas Page, Sting og fleiri glimustjörnur leika i þessari kraftmiklu glimumynd sem er full af fantalegum brögðum. Mer finnst myndin ótrulega góð og fyndin :D
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Waterboy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hinn villti grinisti i Hollywood, Adam Sandler slær rækilega i gegn i grinsmelli þar sem hlaturinn gengur aldrei til þurrðar. Bobby Boucher (Adam Sandler)er skritinn mömmustrakur sem olst upp a bóndabyli og langaði aldrei neitt nema að slökkva þorsta iþróttamanna sem koma illa fram við hann. En þegar þjalfarinn Klein (Henry Winkler) gefur Bobby tækifæri til að syna i hvað honum byr losnar um uppsafnaða gremju og hæfileikar koma i ljós sem breyta honum ur auðmjukum vatnsdreifistjóra i iþróttagarp. I myndinni leika einnig óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates (Titanic, Misery) og hin kynþokkafulla Fairuza Balk (The Craft). Her faið þið tækifæri til að hylla Vatnsberann i stórskemmtilegri kvikmynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mindhunters
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er mjög lík flestum svona hestavísbendinga morðingja myndum þar sem morðinginn gefur vísbendingar. En myndin er um FBI deild sem vill komast í deildina. En hópurinn fer á eyju í sambandi við vinnuna til að sanna liðsvinnu en svo kemur í ljós að morðingi er í hópnum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Out of Time
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Denzel er gríðarlega góður leikari finnst mér en hann er samt ekki upp á sitt besta í þessari mynd en hún kom samt ágætlega út. Denzel er sakaður um að hafa myrt kærustu sína og kærasta hennar en eitthvað dularfullt er á seiði og ætlar Denzel að sanna sakleysi sitt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
EuroTrip
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd þessi er eiginlega svona rip off af Road Trip samt öðruvísi söguþráður og ég sá þessa mynd og hló og hló, þessi mynd er gríðarlega góð. En myndin er um strák sem á vin á netinu og heldur að vinurinn sé strákur en þegar hann kemst að því að þetta er stelpa ákveður hann að fara og hitta stelpuna, þá hefst gríðarlegt ævintýri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Walking Tall
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er frábær og mæli ég með henni eða fyrir þá sem fíla hasar í botn. Myndin er um mann sem kemur heim til sín í smábæinn sinn og allt er á hvolfi gömlu félagar hans selja krökkum dóp og eru búnir að snúa gegn honum nema einn Johnny Knoxwille. Hann og The Rock standa saman í að ná bænum í rétt lag og kemur myndin ótrúlega vel út og The Rock slær í gegn í þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Uptown Girls
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er ekki að mínu mati góð en Brittany er samt mjög góð í þessari mynd og stelpan leikur mjög vel en söguþráðurinn er ekki góður, myndin er um stúlku sem er að leita sér að vinnu svo hún geti leigt íbúðina sína ennþá. Þá fékk hún vinnu sem barnapía hjá manni sem á skemmtistaðinn sem hún stundar og litla stelpan er voða þreytandi. En það er kannski sumt fólk sem líkar við þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shrek 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er gríðalega mikil skemmtun fyrir börn og fullorðna og er mun betri en 1. Það munu allir springa úr hlátri á þessari mynd enda ótrúlega vel gerð og Eddie Murphy(Donkey), Cameron Diaz(Fiona) og Mike Myers(Shrek) slá í gegn með röddum sínum. En Asninn er nú bestur finnst mér algjör húmoristi að mínu mati en myndin er um þegar Shrek og Fiona eru boðin til Konungshjónana í Far Far Away a.k.a mamma og pabbi Fionu. En pabbi Fionu líkar ekki vel við nýja útlit dóttur sinnar og reynir að gera allt til að stíja þau í sundur og þar kemur Stígvélaði kötturinn til sögunnar sem Antonio Banderas talar fyrir og slær í gegn með röddinni. En álfadísin illa vill að sonur hennar giftist Fionu og reynir að spilla pabba Fionu og láta Fionu verða ástfangna af Prince Charming..... Farið á þessa mynd Fyndin,Skemmtileg!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei