Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Taking Lives
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jahá segi ég nú bara.

Vissi ekkert um þessa mynd áður en ég fór á hana í gærkvöldi. Bara ekki neitt. Ekki séð neinn trailer, ekki heyrt söguþráð eða neitt svo ég var ekki með neinar væntingar fyrirfram.


Nema hvað, hún er spennandi strax og hélt mér uppspenntri í eiginlegri meiningu út alla myndina. Það þarf mikið til þess að ég öskri á mynd en mér tókst að veina 3x. Geri aðrir betur!

Angelina Jolie er rosaleg í þessari mynd. Hún sannar sig eftir slaka frammistöðu í Tomb Raider. Hef ekki séð hana svona góða síðan í Girl Interrupted. Ethan Hawke stendur sig líka mjög vel og er afar sannfærandi. Öll umgjörð myndarinnar er líka mjög góð, lýsing, klipping, myndataka og tónlist eru afar vel gerð. Allt þetta saman gerir alveg ótrúlega magnaðan spennuþrylli.

Einnig var gaman að sjá Kiefer kallinn aftur og Olivier Martinez er floooottturrr :D Allir fá eitthvað fyrir sinn snúð :P

Ég mæli með þessari. Ég er ekki einhver kvikmyndasérfræðingur, þetta er bara mitt álit sem hins almenna bíófara, myndin skemmti mér, gerði mig sjúklega hrædda, fyllti mig viðbjóði og vakti upp fleiri tilfinningar en flestar aðrar spennumyndir.

Farðu á þessa!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei