Gagnrýni eftir:
Kill Bill: Vol. 20 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kill Bill Vol.2 er ein mesta snilld sem hefur verið sýnd í bíó. Þegar ég fór á hana var ég ný búinn að horfa á Kill Bill vol.1 í 4 skipti svo ég vissi nákvæmlega hva var búið að gerast og bjóst við að skemmta mér vel með því að horfa á góða mynd, en þegar ég kom út var ég í losti yfir snilldinni sem hún er, snilldarlega skrifuð og frábærlega leikinn. Þessi hluti er ekki nærri jafn blóðugur og sá fyrri en það skiptir engu. Í staðinn fyrir blóðið eru snilldar samtöl á milli charactera og í einu atriði fékk fékk ég ásamt vinum mínum innilokunar tilfiningu í kirkjugarðs atriðinu því það var svo vel tekið og leikurinn hja Uma Thurmann var frábær. En eitt fannst mér vanta og það voru flestir characternir úr fyrstu myndinni sem að voru drepnir, það hefði mátt segja meira um þá. Síðan vantaði líka Sophiu (besta vin O-Ren Ishii) sem að the bride skar hendina af og setti svo Shopie í skotið á bílnum sínum í lok fyrsta hluta og yfirheyrði, mér hlakkaði svo til að sjá hva Bill mundi gera við hana þar sem að fyrsta myndin endar á því að þau eru að tala saman en það er ekkert talað um það í hluta 2. En samt sem áður mæli ég með að allir fari á hana í bíó og taki hana út á leigu eða jafnvel kaupi hana þegar hún kemur út

