Gagnrýni eftir:
The Boondock Saints0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er algjör snilld. Hún fjallar um írska bræður sem að sumir halda að séu englar sem eru sendir af guði til að taka til hendinni og drepa alla sem að brjóta gegn vilja guðs. Myndin er vel tekin og það eru mjög mörg atriði sem láta mann stoppa aðeins og hugsa. Söguþráðurinn er vel spunnin og maður finnur aldrei fyrir því að það sé eitthvað söguþræðinu eins og gengur og gerist of í annars ágætis myndum. Myndin fær þess vegna 4 stjörnur

