Gagnrýni eftir:
Predator0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Predator er eflaust ein af þeim myndum sem kom Arnold á kortið. Er þetta áhugaverð og spennandi science-fiction mynd þar sem austurríska vöðvatröllið fer á kostum í hlutverki foringja sérsveitar sem send er á fölskum forsendum að sinna verkefni í frumskógi einhversstaðar. Arnold og hinir harðjaxlarnir í sveit hans eru ólíkir karakterar og hræðast enga menn. Á ferð þeirra um frumskógin rekast þeir á mjög illa leikin lík annarrar sérsveitar sem send hafði verið á undan þeim. Líkin eru svo illa leikin að jafnvel þeim blöskrar við sóðaskapnum. Þeir skjóta og skera mann og annann en svo snýst gæfan þeim í mót og fara þeir að falla einn af öðrum á undarlegan hátt. Myndin heldur manni á nálum allann tímann en róast maður niður með svörtum húmor og fleygum setningum sem Arnold er þekktur fyrir. Þetta er eflaust ein af þremur bestu myndum Scwharzeneggers og eru það að mínu mati T2,Total Recall og þessi.

