Gagnrýni eftir:
The Descent0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja, við vinkonur fórum í bíó í kvöld og ALDREI á ævinni hef ég verið eins hrædd á nokkurri mynd sem ég hef séð. Hún gerist aðallega neðanjarðar, og eins og flestir þá er manni ekki vel við þröngt umhverfi og mikið myrkur. Hún sýnir á hrikalegan hátt hvernig verur verða ef þær búa of lengi í eilífðar myrkri. Ég er hrollvekju sjúklingur og segji enn og aftur að það er ekki til eins hrikalega spennandi og hræðandi mynd eins og þessi. Alveg 100% 800 króna virði og gott betur en það. Þeir sem eru með veikt hjarta eiga sko alls ekki að fara á þessa mynd. Bretar eru MJÖG góðir í hryllings-bransanum eins og þessi mynd sannar. Má eiginlega ekki segja meira um hana sjálfa, nema það að hún er GEÐVEIK!!!!!

