Gagnrýni eftir:
Pulp Fiction0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Pulp fiction er líklega ein besta mynd sem ég hef séð og pottþétt besta mynd Tarantinos.
Hún eins og flestar myndir Tarantinos er ekki í beinni tímalínu. Reyndar spinnst hún saman af 5 sögum sem mynda svo eina heild.
Myndin er ofbeldisfull eins og allar myndir Quentins. Eins og allir vita er Tarantino meistiri í að gera flotta ´´onlinera´´ eða góð samtöl og flottar,viðeigandi settningar.
Leikarvalið er ótrúlegt. Tarantino er nánast orðin frægur fyrir að koma leikurum sem eru með dauðan leikferil upp í skýin aftur. Mjög gott dæmi um það er John Travolta sem sýnir sinn besta leik. Samuel Jackason sem er allveg hreint magnaður sem trúaði glæponin. En svo er það Tim Roth sem er personulga minn uppáhaldsleikari, hann sýnir stórskemmtilegann leik sem Pumpkin.
Annar hlutur saem Tarantino er frægur fyrir og það er að velja góða tónlist í myndir sínar og þar er þessi mynd enginn eftir-bátur.
Myndinn er ótrúlega vel leikstýrð, mynda taka flott.
Allir sem hafa ekki séð þessa mynd..... SJÁIÐ HANA, þið sjáið ekki eftir því.

