Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Others
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér leist ekkert á þessa mynd, draugamynd med Kidman? Hljómar jafn leiðinlega og hafnaboltaleikur i fjóra tíma. En eftir að hafa lesið nokkra mjög góða dóma þá ákvað ég að drífa mig í bíó. The Others reynist standa undir flestu því sem ég hafði heyrt, virkilega gott handrit og sérdeilis prýðilega útfært umhverfi á eyjunni Jersey árið 1945. Draugamynd sem gerist árið '45 er eitthvað miklu draugalegri en t.d. The Haunting. Sagan er ekki flókin, Kidman er skilin ein eftir með krakkana meðan húsbóndinn er týndur i stríðinu að reyna að fækka Þjóðverjum. En gallin er að þau mega ekki verða fyrir neinu ljósi stekari en kerti, ekki ósvipað vampírunum sem lifa í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Í öllu þessu myrkri reynast vera nokkrara myrkarverur og úr verður einhver best heppnaða draugamynd seinni ára. Mæli með henni, eini gallinn er að hún er ekki alveg nógu scary en hún er það vitsmunaleg að flestum ætti að standa á sama.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Small Time Crooks
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Woody Allen er sennilega eini leikstjóri í Ameríku sem hefur algjört listrænt sjálfræði, nema það í þriðju hverri mynd, verður hann að koma fram í viðkomandi mynd. Small Time Crooks er enn þeirra. Þessi mynd poppaði skyndilega upp í sjónvarpinu. Það sagði mér ýmislegt um hvert stefnir með frumsýningar nýrra mynda heima. Versnar með hverju árinu sem líður nema að það sé Bruckenheimer mynd, þá er henni skelt í bíó áður en spyrst út hversu slæm hún er. Þetta er fyrsta myndin sem Woody Allen gerði eftir Sweet and Lowdown með Sean Penn, sem fer auðveldlega á minn lista yfir bestu myndir síðustu ára. Allen hefur ákveðið að gera samtíma sögu í þetta sinn og er það bara gott mál. Það sem mér finnst vera styrkur Woodys er hnitmiðað og fyndin handrit, það á líka um hérna. Þrátt fyrir að verða langt frá hans besta, eru margir góðir brandarar hérna á ferð og alveg þess virði að að kíkja á. Kannski ekkert þynnkubíó, en samt þokkaleg mynd. Margir góðir aukaleikarar eins og Michael Rapaport, Tracy ullman og snillingurinn Jon Lovitz gefa myndinni auka stjörnu. Svo fannst mér Allen sjálfur vera mjög góður í þessari mynd og atriðið þar sem hann kvartar í konuna sína útaf frænda hennar er frábært. Fyndin mynd...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Made
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór á þessa mynd þá bjóst ég við gæða mynd. Það varð aldeildis raunin, Jon Favreau hefur enn og aftur tekist að skapa gæða mynd sem ég held að eigi eftir að fara mjög vel í landann. Swingers var snilld og Go var ekki mikið síðri. Frábærlega skrifað handrit ásamt frábærum leikurum sem skapa frábæra karaktera, meira Puff Daddy skilar sínu bara nokkuð vel. En Vince Vaughn vinnur hérna algjöran leiksigur, hver einasta setning sem maðurinn baunaði út var agjör snilld. Meira segja Steve Buscemi hefði ekki getað gert þetta eins vel. Peter Falk er líka að gera ótrúlega góðan karakter sem mafíuosi í LA. Maður sem ég man ekki eftir að hafa gert neitt nema leikið einhvern Columbo. Ein besta mynd árið 2001, ekki spurning.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Planet of the Apes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ný mynd með uppáhaldsleikstórjanum mínum og það endurgerð af Planet of the Apes sem ég var alltaf mjög hrifinn af á sínum tíma. Það hlýtur að vera góða blanda plús samansafn af nokkrum þrælgóðum leikurum eins og Tim Roth. Maður var búinn að frétta að það hefði þurft að taka upp nýjan enda þar sem hlegið var að endanum á einhverri prufunni. Svoleiðis er bara ávísun uppá leiðindi og svo reyndist aldeildis vera. Alveg frá fyrsta ramma kemur skítabragð uppí munninn og það helst næstu tvo tímana svo um munar. Sagan/handritið er alveg ferlega aumt og hreint ótrúlegt að svona fari í framleiðslu áður en einhver lesi þetta yfir. Ég vil ekki segja of mikið um innihald myndinnar en ég hef séð þætti með Nágrönnum betur skrifað en þetta. Það sem helst stendur upp úr eru aparnir, þeir eru mjög flottir en aparnir í gömlu myndinni voru það líka svo það er kannski ekkert merkilegt. Danny Elfman á mjög vondan dag með tónlistana,miðað við hvað hann getur, sömuleiðis leikmyndin. Mjög áberandi að þetta er allt tekið uppí einhverju risastudio en yfirleitt er reynt að hylma yfir það en menn voru ekkert að hafa fyrir því. Svo gerðist undir restina að ég var orðinn mjög pirraður á Mark Wahlberg, sennilega af því að myndin var svo slæm að ég hefði átt að vera löngu farinn út en var spenntur eftir að sjá hvernig þessi ósköp myndi enda... En alls ekki þess virði að glápa á þessa mynd bara útaf einhverjum endi, dæmi hver fyrir sig en ég held að það segi sig sjálft hvernig mér fannst hann koma út. Allir sem stóðu að þessari mynd ættu að hugsa sinn gang og framvegis forða mannkyninu frá svona sóða. Frekar læt ég apa skipa mér fyrir frekar en glápa á þetta rusl frá helvíti. Ansi harður á gagnrýninni en kvalirnar í bíóinu réttlæta sannleikann. Rusl mynd. punktur...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A.I. Artificial Intelligence
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrir Kubrick aðdáendur er kannski erfitt að kyngja því að Spielberg taki við þessu verki af honum. Ég þar á meðal, en síðan hætti ég að nenna því og spæslti á mig 400 kalli sem það kostar að fara í bíó. Eftir fremur erfiða byrjun þar sem við fylgjumst hægt og rólega með fæðingu Davids, litla róbótans, fer þessi mynd á annað eins flug að ég man varla eftir öðru eins. Margir munu eflaust líkja henni við Blade Runner á köflum en þetta eru allt öðruvísi myndir af mínu mati. Mér finnst sagan þrælvirka frá byrjun til enda, en veit að margir munu eflaust vera mér ósammála. Lítil róbót sem vil verða elskaður fer kannski ekkert auðveldlega í alla. Spielberg tekst alveg ágætlega að gera myndina eitthvað í líkingu við það sem maður hefði búist við frá Kubrick. Hægar senur og undarleg leikmynd eru þar á meðal. Eina sem betur hefði mátt fara hjá Spielberg og félögum, var að finna betri leikara í aukahlutverkin. Haley Joel og Jude Law eru báðir frábærir en því miður eru flestir aðrir í myndinni frekar slappir. En sá sem stendur upp úr er án efa Teddy, einhver skemmtilegasti karakter sem ég hef séð í bíómynd í mjög mjög langan. Kubrick hefði eflaust eytt nokkrum árum í að finna hina réttu. En í heild, frábær mynd sem verður eflaust mjög umdeild en hún alla vegana þræl virkaði á mig. Því miður eru svona myndir alltof sjaldgæfar í bíó í dag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lara Croft: Tomb Raider
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég bjóst nú ekki við miklu af þessari mynd en ákvað að sjá hana út af Angelinu Jolie og Íslandssenunum. Ég hef ekkert spilað leikinn svo ég vissi lítið hvað málið var en ekki var það mikið. Myndin byrjar afar hægt og virtist sem svo af hún ætlaði aldrei af stað. Það fannst mér skemma mikið fyrir framhaldinu en ég held að það hefi engu skipt. Handritið er eins óáhugavert og hugast getur, ef það var þá handrit eftir allt saman. Plottið hefurðu séð oft en verst standa sig þó leikarnir, fyrir utan Jolie. Þeir hafa kannski ekki miklu úr að moða en engu að síður eru þeir allir einstaklega vondir, hæst ber þó að nefna vonda kallinn sem getur svæft hvaða tígrisdýr sem er. Einnig fannst mér leikmyndin, fyrir utan Ísland auðvitað, vita vonlaus. Það lá við að smiðirnir væru ennþá útá gólfi að smíða meðan þetta var tekið. Allar brellur voru einnig ekki í samræmi við það sem gengur og gerist í dag. Gaman að bera hana td saman við Mummy Returns til að skilja munin. En hér er kominn ein versta mynd í langan að mínu mati.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shrek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd var ágætlega auglýst og maður beið spenntur eftir henni. Vonbrigði voru víðs fjarri og frábært að fá svona mynd inn eftir ótrúlega langa gúrkutíð í bíó undanfarið ár. Shrek er ótrúlega vel gerð og ævintýraheimurinn sem hún gerist í er mjög vel heppnaður. En þó svo hún hefði verið teiknuð eins og Pokemon, ég sver það, það hefði ekki skipt nokkru máli. Hún er svo fyndin og ég man ekki eftir að hafa hlegið svona mikið í bíó í mjög langan tíma. Mér fannst Mike Myers ekkert fá neitt mikið til að moða úr til að fá mann til að hlægja en það kemur ekki að sök, þar sem þessi mynd er gjörsamlega troðfull af bröndurum að það hefði verið hægt að framleiða 2-4 sæmilegar grínmyndir úr þessu, jafnvel allt að 10 venjulegum Eddie Murphy myndum. En sum sé, að mínu mati einhver besta bíó skemmtun sem Hollywood er fær um að búa til.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rat Race
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er svona jafnmesta rusl sem ég hef séð í sumar. Trailerinn er ekki fyndinn, en hann er amk fyndnari en að sitja í 100 mínútur að horfa á þeta rugl ganga yfir. Sorglegt að sjá fullt af virkilega fínum leikurum gera sig að algjörum fíflum. Jújú, inn á milli eru ágætis brandarar en vitleysan er bara svo mikið rugl. Skemmti mér ekki í bíó og var virkilega fúll út í hálfvitana sem gerðu þessa mynd. Forðist þetta þangað til á vídeó...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei