Gagnrýni eftir:
Orange County0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom gífurlega á óvart. Í öllum atriðum sem Jack Black kemur fram var ég í hláturkasti. Hann einfaldlega er sprenghlægilegur í hlutverki algjörs aumingja og dópista. Fyndnasta atriði myndarinnar er þó þegar að Innritunarstjórinn fær óvart einhver lyf frá bróðir hans þá ætlaði allt um koll að keyra í kvikmyndahúsinu og ég hef aldrei hlegið jafnhátt í bío fyrr og síðar. Mæli með þessari mynd fyrir húmorista og aðdáendur Jack Black og Tenacious D. Ekki fyrir fýlupúka.
A.I. Artificial Intelligence0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Án efa ein undarlegasta mynd sem ég hef nokkurn tíma séð. Ekki fyrir hvaða fólk sem er því hún er öðruvísi ekkert spennandi, ekkert sérstaklega fyndin þrátt fyrir mjög skemmtilegar aukapersónur önnur leikin af Jude Law og hin er kölluð Teddy og er án efa einhver mest áhugaverðasta persóna sem ég hef nokkurn tíma séð á hvíta tjaldinu. Hún er ekki of dramatísk en samt er ekki annað hægt. Músíkin í myndinni hefur undarleg áhrif á þig gerir myndina af því sem hún er og myndatakan er einhver sú myndrænasta sem sést hefur. Steven Spielberg hefur tekist að gera öruvísi mynd eftir hugmynd Kubrick en þetta er ekki hvorki Kubrick mynd né Spielberg mynd. Hún er ekki einu sinni einhvers staðar á milli. Hún er samt einhvern veginn góð á óútskýranlegan hátt og skilur eftir sig spurningar um mannlegt eðli.
A Knight's Tale0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mjög á óvart því hún er ÖMURLEG, LEIÐINLEG og HEIMSKULEG. Þetta er ekki spennumynd. Þetta er kellingarmynd. Ef þú átt við svefnvandarmál að stríða þá ráðleggi ég þér að kaupa miða á þessa mynd því að þetta er góður hátt í þriggja tíma svefn. Þannig að þú getur komið með náttfötin og Tedda bangsa því yfir þessum leiðindum áttu eftir að dotta oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.


Analyze This