Gagnrýni eftir:
Mulan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mulan er stórgóð mynd. Hún gerist í Kína, þar sem konur eru álitnar þrælar og karlmenn nota þær eins og gólftuskur, en í þessari mynd tekst kvenhetjunni okkar að rífa sjálfa sig uppúr því, með því að drýgja hetjudáð. Henni hefði reyndar aldrei tekist það án hjálpar góðra vina, til dæmis Mushu og hermannanna, og auk þess var keisarinn mjög góður og víðsýnn maður.
Þessi mynd skilur mikið eftir. Ég hef reyndar séð hana mjög oft, en ég fæ aldrei leið á henni, frekar en The Lion King og Lord of the Rings. Mulan á fyllilega skilið að vera sett í flokk með þessum tveim myndum, því að þó að maður kunni hana utan bókar er hún alltaf jafn fyndin hvert skipti ;-)
Spörkum í Húnarassa!