Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Love Actually
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að myndin Love Actually stenst ekki aðra áhorfun. Sá hana í bíó og þótti ósköp sæt, leigði hana svo og varð fyrir miklum vonbrigðum því við nánari skoðun er það sláandi hversu mikil útlitsdýrkun er allsráðandi í myndinni. Til að mynda þá er minnst 11 sinnum á það í myndinni að einhver sé feitur, mjög undarlegt því það kemur söguþræðinum nákvæmlega ekkert við. Er þó í takt við þann boðskap myndarinnar að eftir því sem einstaklingurinn er fallegri (og í sumum tilfellum frægari) því áhugaverðari er hann. Sumar sögurnar eru sniðugar og settar fram á skemmtilegan máta en aðrar eru brálæðislega yfirborðskenndar og ótrúverðugar svo gengur út í öfgar. Skemmtileg tónlist leggur þægilega slikju yfir allt og skapar feel good stemningu sem dregur úr vanköntum myndarinnar. Óttalega amerísk mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei