Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Green Mile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Green Mile er mjög vel leikin og mikil áhersla lögð á að gera hana sem trúverðugasta. Það sem háir henni er að hún er einfaldlega of löng. Það hefði að ósekju mátt stytta hana um rúman hálftíma eða meira. Þó að þessi mikla lengd gefi leikstjóranum færi á að koma að mikilli persónusköpun, þannig verður John Coffey að mjög eftirminnilegri persónu sem stingur mjög í stúf við önnur hlutverk sem Michael Clarke Duncan hefur áður fengist við, þá hefði verið hægt að koma boðskpnum á framfæri á skemmri tíma. Það er ánægjuleg tilbreyting í öllum þessum fangelsismyndum að þarna eru verðirnir gerðir mjög mannlegir og kappkosta að halda friðinn. Reyndar er okkur hlíft við sögu þeirra þannig að við vitum ekki hvað þeir gerðu, nema sá sem við eigum að fá óbeit á. Sama gildir um verðina, ein er vondur og það fer ekki milli mála. Þegar upp er staðið þá læðist að mönnum að verið sé að koma á framfæri samlíkingingu við annan mann sem hafði yfirnáttúrúlega hæfileika og var einnig tekinn af lífi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei