Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



27 Dresses
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fín mynd
Mér fannst þessi mynd mjög skemmtileg og Katherine Heigl er frekar góð gaman leikona. Mynd þessi er mjög oft fyndin á köflum en samt mjög döpur að mínu mati.
Flestir leikaranir standa sig vel og James Marsden er mjög skemmtilegur í hlutverki
Kevins. Mæli með að fólk sjái þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mýrin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd mjög góð, og vel leikin, tækmibrellurnar eru vel gerðar og tónlistin mjög góð. Ingvar E Sigurðsson er að mínu mati einn af okkar betri leikurum í dag og hann fer vel með hlutverk Erlendar, svo fannst mér Theódór Júlíusson mjög góður í hlutverki Elliða

myndin er frábær skemmtun
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Break-Up
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er mjög fyndin á köflum og það er gaman að sjá hvernig myndin sýnir samskipti kynjanna. Myndin er auðvitað svona týpísk Hollywood mynd, frekar fyrirsjánleg en samt er hægt að læra aðeins af henni, myndin er um lífið hvernig það getur þróast. Leikarnir standa sig frekar vel, þá sérstaklega aukaleikarnir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
She's the Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin er góð afþreying og Amanda Byrnes er frekar skemmtileg sem strákur Myndin er samt fyrirsjánleg en samt góð skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nanny McPhee
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja, ég hef nú stundum verið veik fyrir ævintýramyndum, en ég varð fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Samt fannst mér að myndin væri sæmileg skemmtun, vegna leiks barnanna í myndinni. Colin Firth og Emma voru ágæt í sínum hlutverkum að mínu mati.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pride and Prejudice
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin var vel gerð, en það sem mér fannst við þessa mynd, var leikur Keira Knightley og Matthew McFayden, mér fannst þau leiðinleg í hlutverkum sínum og ekki vera réttar persónur til að leika hlutverk Elizabethar og Darcy.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Poseidon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög fyrirsjánleg mynd að mínu mati en samt ágætis afþreying en myndin er ekta Hollywood formula. Tæknibrellurnar eru samt vel gerðar en handritið hefði mátt vera betur skrifað. Kurt Russell má fara að hvíla sig á leiklistinni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Match Point
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin kom mér á óvart vegna þess að ég hef ekki verið aðdáandi Woodys Allens, en mér fannst þessi mynd mjög skemmtileg og það kom mér á óvart. Hefði viljað þó sjá Kate Winslet í hlutverki Noru (upphaflega átti hún að fara með hlutverkið) Mér fannst hinir leikarnir standa sig nokkuð vel í hlutverkum sinum nema Scarlett Johannsson. Mér fannst hún ofleika.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Family Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að viðurkenna að mér fannst þessi mynd frekar leiðinleg á köflum og það lá við að ég sofnaði. Ég fór á þessa mynd vegna þess að mér finnst SJP frekar skemmtileg leikkona og Luke Wilson og Diane Keaton leika yfirleitt vel. Luke Wilson er frábær í hlutverki Bens og að mínu mati heldur hann uppi myndinni ásamt SJP og DK. Annars fannst mér þessi mynd vera fekar væmin og fyrirsjánleg
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Perfect Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd virkaði á mig sem svefnmeðal. Myndin er frekar langdregin og ekki fyndin, því það er mitt mat að höfundarnir reyndu að höfða til allra unglingsstúlkna og mægður þeirra. Hilary Duff og Heather Locklear og Chris Noth eru öll eins og fiskar á þurru landi í hlutverkum sínum. Handrit er ekki gott og söguþráðurinn frekar aumingjalegur fyrir minn smekk.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Herbie: Fully Loaded
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd virkaði á mig sem barnamynd, ekki beint sem fjölskyldumynd. Tæknibrellurnar eru ekki vel gerðar og allt virkar órauverulegt. Lindsay Lohan er að mínu mati ekki góð leikkona og mér finnst hún ekki valda hlutverki sínu vel. Myndin að minu mati höfðar til barna á aldrinum 6-10 ára.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spanglish
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér nokkuð á óvart. Hún er ansi skemmtileg og leikur Adams Sandlers er virkilega góður. Myndin virkar sem góð aðþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sahara
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég varð fyrir vonbrigðum með þessa mynd og leikararnir voru mjög leiðinlegir í hlutverkum sínum, semsagt, lélegt handrit og leikurinn fyrir neðan allar hellur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
First Daughter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd var ágætis skemmtun en frekar fyrirsjánleg. En ansi sæt á köflum, en mér fannst leikurinn frekar slappur og Katie Holmes að leika stelpu sem á að vera á tvítugsaldri...en er sjálf á þrítugsaldri. Mér fannst það ekki passa og Michael Keaton hefur verið betri. Myndi er kannski fyrir yngri kynslóðina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mr. and Mrs. Smith
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér finnst þessi mynd ansi góð skemmtun, þótt að þessi mynd sé samt ekki í heimsklassagæðaflokki þá fær hún mann til að brosa. Leikararnir Brad Pitt og Jolie eru bara sæt í hlutverkum sínum en þá reynir þó ekki mikið á leikhæfi leika þeirra vegna þess að þau eru bara sæt. Núna skil ég afhverju allar sögusagnir um þau eru til staðar þessa dagnana vegna þess að þau virðast hafa haft gaman að leika á móti hvor öðru.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vanity Fair
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

'Eg var fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Mér fannst hún mjög langdregin og leikararnir voru ekki góðir, jafnvel Resse Witherspoon.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessa mynd var ég fyrst að horfa á núna árið 2005 og myndin er ekki alveg ný á nálinni. Það sem ég er ekki mikið fyrir ævintýramyndir og sjónræningarmyndir hafa ekki heillað mig mig mikið og þess vegna hef ég ekki séð hana fyrr en nú..en það sem ég fór á útsölu um daginn og álpaðist að koma þessa mynd á DVD. 'Eg sá ekki eftir að eyða peningum á þessa mynd. Mér finnst þessi mynd hreinlega snilld. Hún er frekar drungaleg á köflum og mjög fyndin. Tæknibrellur og tónlistin í myndinni..allt frábærlega vel gert. Allir aukaleikarar standa sig vel í hlutverkum sínum og Keira Knightley..ansi góð leikkona og hún er um tvítugt. Geoffrey Rush er alltaf góður en mér finnst ekki Orlando Bloom beint góður leikari en hann skilar samt hlutverki sínu í myndinni með sóma. En Johnny Depp er hreint frábær í hlutverki hins furðulega og klikkaða Jacks Sparrow...kemur mér á óvart vegna þess að ég hef alltaf fundist hann ekki sérlega skemmtilegur leikari...en í þessu hlutverki er hann FRÁBÆR.

'Eg bíð spennt eftir hinum myndunum sem eiga að koma árin 2006 og 2007.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Wedding Date
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er ágætis afþreying og hægt er að brosa að henni. Samt var ég fyrir vonbrigðum með þessa mynd, bjóst við meiru, en aukaleikarnir voru ansi góðir..sérstaklega Jeremy Sheffield og Jack Davenport sem eru breskir. Debra Messing hins vegar er ágæt gamanleikkona og Dermot Mulroney er sæmilegur í sínu hlutverki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Finding Neverland
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er mjög falleg og sorgleg að mínu mati. Myndatakan og gott handrit gera þessa mynd af góðri mynd. Leikararnir Johnny Deep og Kate Winslet skila sínum hlutverkum mjög vel og aukaleikararnir sem leika strákana fjóra skila sínum hlutverkum vel, sérstaklega pilturinn sem leikur Peter. Tónlistin í myndinni er falleg. Mjög góð mynd í alla staði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
In Good Company
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér á óvart. Myndin er vel leikin og ansi fyndin á köflum. Leikararnir koma vel frá sínum hlutverkum og Dennis Quaid er ansi góður í sínu hlutverki. Topher Grace er ansi góður leikari, gaman verður að fylgjast með honum í framtíðinni. Afbragðs skemmtum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Miss Congeniality 2: Armed and Fabulous
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég varð fyrir vonbrigðum með myndina, hún er ekki eins skemmtileg og fyrri myndin. Annars er hægt að hlæja að henni og hún er ansi skemmtileg á köflum. Sandra Bullock er nú samt ekki besta leikonan að mínu mati en hún var ansi skemmtileg þarna í myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Pacifier
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

'Eg var ansi forvitin um að sjá Vin Diesel í gamanmynd. Myndin er frekar skemmtileg og ég er viss um að yngri kynslóðin á eftir að skemmta sér vel á henni. Myndin er frekar fyrirsjánleg en samt er hún mjög fyndin og er ansi vel leikin að mínu mati. Vin Diesel er mjög skemmtilegur í sínu hlutverki og þau sem leika börnin eru lika mjög skemmtileg. Sem sagt mjög skemmtileg skemmtun fyrir yngri kynslóðina og jafnvel eldri kynslóðina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Insomnia
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ansi skemmtileg mynd og flestir leikarnir komu vel frá hlutverkum sínum. Annars fannst mér Al Pacino ekki sína sinn sterkasta hlið á sínum magnaða leikferli. Robin Williams..skrítið að sjá hann í þessu hlutverki..svo alvarlegan og vondan. Hilary Swank sýnir að hún er góð leikona að mínu mati. En myndin var ekki beint fyrir mig...þó að ég horfði á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Gift
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi myndi frekar ógeðsleg en samt eitthvað við hana sem fær hárin á manni rísa. Hilary Swank og Cate Blancett skila sínum hlutverkum ágætlega og það er vegna þeirra sem ég sjá þessa mynd nýlega.


Samt ágætis skemmtun
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eternal Sunshine of the Spotless Mind
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd frekar ruglingleg og skrýtin að horfa á. Jim Carrey og Kate Winslet standa sig mjög vel í hlutverkum sínum og það var gaman að sjá Jim Carrey í öðruvísi hlutverki. Annars fannst mér myndin bara sæmileg.

En það var gaman að sjá Valdísi 'Oskarsdóttir fá verðlaun frá Bretlandi sem besti klipparinn (myndin var mjög vel klippt).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Notebook
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd mjög góð :) þótt að hún er rómantísk. Mér fanns eiginlega allt gott við hana og leikarnir allir stöðu sig vel. Gömlu brýnin James og Gena, stóðu sig vel í hlutverkum sínum og yngri leikararnir bara vel. Mér fanns myndin mjög sorgleg á köflum og mér fannst frekar erfitt að átta mig fyrst á að Ryan Gosling og James Garner léku sömu persónuna.


Myndin er besta skemmtun, og sýnir inn heim hvað snobb er frekar lummó
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sky Captain and the World of Tomorrow
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd frekar leiðinleg og ég var fyrir vonbrigðum með leikarana. Þeir mættu alveg standa sig betur. Tæknibrellurnar ekki nógu góðar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Where the Heart Is
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd bara fín skemmtun og Natalie Portman er ansi góð leikkona.


Mjög sorgleg þó á köflum en það er bara mitt álit.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hitch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd mjög fyndin og áægtis skemmtun. 'eg hef ekki verið mikið fyrir Will Smith sem leikara en þarna fannst mér hann mjög fínn. Kevin James er hins vegar mjög fínn í sinu hlutverki og gerir það vel. Hinir leikaranir eru sæmilegir en það var gaman að sja Amber Valletta sem er lika fyrirsæta að leika í þessari mynd. Sýnir að það er ekki allt útlit sem vinnur ástir fólks sbr...persónu K James og persónu hennarþ
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Meet the Fockers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis skemmtun en fyrri myndin er betri. Dustin Hoffman og Barbara S eru fín í hlutverkum sínum og sömuleiðis Robert De Niro.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sleepless in Seattle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér finnst þessi mynd frekar skemmtileg en ekki mjög góður söguþráður þó. Tom Hanks..var fyrir vonbrigðum með hann í þessari mynd og Meg Ryan er alltaf eins.


Samt ágæt skemmtun
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Philosopher's Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ansi góð mynd en ekki beint í anda bókarinnar. Fannst sleppa mörgum söguþráðum sem eru í bókinni og endirinn er ekki sjá sami. Leikarinn Daniel R er ekki sjá leikari sem eg myndi vilja hafa sem Harry Potter en myndin er besta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Forrest Gump
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er alveg yndisleg. Handrit flott, tónlistin frábær og leikurinn er góður hjá Sally Field, Myketi Williamson. Robin Wright Penn er ansi góð í hlutverki Jenný en Tom Hanks er framúrkarnandi og heldur myndinni á lofti sem Forest. Hann hreinlega er yndislegur sem Forest.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saving Private Ryan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein flottasta stríðsmynd sem hefur verið gerð. Sögusvið frábært og leikurinn góður. Tom Hanks stendur yfirleitt alltaf fyrir sínu. Handrit fínt og tónlistin góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jersey Girl
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd fannst mér svo lítið skrítin og leikurinn hjá Ben Affleck, kom á óvart. Liv Tyler var ágæt og jennifer Lopez var í litlu hlutverki. Tók varla að tekja hana með á hlutverkalistanum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The In-Laws
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er ansi fyndin á köflum en ekki gott handrit en samt ansi góð afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Return of the King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja mér þótti þessi hluti langbestur í seríuni. Góðir Bardagar og flott landslag. Peter Jackson..húrra fyrir hann.

En leikarnir stóðu sig flestir mjög vel. Miranda Otto var mjög góð í sínu hlutverki og sömuleiðis fannst mér David Wenban ágætur í sínu hlutverki þótt að það væri nú ekki stórt. Ian McKellen var frábær í hlutverki Gandalf og sömuleiðis Christopher Lee í hlutverki Sarumans. Eilija Wood var ansi góður sem Frodo Baggins og Dominic Mohanan sem Merry. Cate Blancett stóð fyrir sínu og Liv Tyler kom á óvart þótt að hlutverk hennar væri ekki svo mikið. John Rhys-Davies og Orlando Bloom voru góðir sem Glimli og Legolas og gaman að sjá samskipti þeirra á sjánum. En mín skoðun er að Viggo Mortensen var ekki mjög sérstakur í sínu hlutverki..kannski finnst mér það bara að hann er ekki einn af mínum uppáhaldsleikurum. En það sem mér finnst standa uppi af leikurum í myndinni eru þeir Sean Astin og Billy Boyd. Þeir voru framúrskrandi sem Sam og Pippin. Billy Boyd alltaf svo glaður og forvitinn sem Pippin og það var hrein unun að horfa á hann sem Pippin. Sean Astin frábær sem Sam og ég skil ekki afhverju hann fékk ekki óskarsverðlaun fyrir sitt hlutverk. Hann túlkaði að mínu mati Sam að innlifjun og það var svo hugljúft hvað Sam hjálpaði Frodo. Sönn vinátta þarna. Myndin fær fjórar stjörnur hjá mér. Fyrir leikstjórn, tæknibrelllur, klippingar, tónlist og fyrir leik...sérstaklega Sean Astin og Billy Boyd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Two Towers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð mynd og betri en fyrsti hlutinn og mjög gott landslag og Peter jackson heldur áfram að gera góða hluti. Og mér þóttir virkilega spennandi að sjá hvernig tæknibrellurnar voru vel gerðar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það sem ég beið með að sjá ALLAR myndirnar í Lord of the Rings trilogy og horfði ekki á þær fyrr en í enda ársins 2004 þá langar mig aðeins að fjalla um þær.

Fyrsti hlutinn kemur á óvart og ég bjóst ekki við neinu en horfði samt. Fannst fyrsti hlutinn bara kynning á persónunum og hvernig söguþráðurinn myndir vefjast síðan upp á sig á næstu tveimur hlutum. Myndatakan og landslagið í myndinni var frábært og Peter Jackson hefur gert góða hluti með að leikstýra. Fin skemmtun og ég var mjög spennt að horfa á mynd númer 2.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dirty Dancing: Havana Nights
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst myndin frekar leiðinleg og hún stenst ekki fyrri myndini af gæðum. Og leikurinn ekki góður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Stepford Wives
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég varð fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Og fannst Nicole Kidman ekki góð í þessari mynd. En eini punktuinn í þessari mynd er að Matthew Boderick var ágætur. Annars ekki gott handrit og leikurinn ekki góður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bridget Jones: The Edge of Reason
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja nú er loks biðin að enda fyrir mér. Þessi mynd finnst mér betri en hin fyrri og að mínu mati er hún fyndari. Bara allt gott við þessa mynd og ég hef aldrei skemmt mér eins vel núna í bíó langa lengi. Leikaranir eru mjög skemmtilegir og ekki spillir fyrir mér að horfa á Colin Firth.Lögin í myndinni eru ansi skemmtileg og myndin er fín skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
What a Girl Wants
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fór bara á þessa mynd út af Colin Firth sem mér finnst mjög góður leikari. En myndin er sæt en samt fyrirsjánleg en allt í lagi að sjá. Gef myndinni eina og hálfa stjörnu fyrir leik Colins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Taking Lives
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis spenna í þessari mynd og ágætlega leikin. Angelina Jolie er fin í þessari mynd og sömuleiðis Ethan Hawke. Svo góð skemmtun og fín afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Cinderella Story
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin er frekar fyrirsjánleg en samt ágæt skemmtun. Leikurinn sæmilegur en mynd fyrir neðan meðallag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Win a Date with Tad Hamilton!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd voða sæt og skemmtileg! Leikarnir sætir en reyna þó ekkert á leikhæfileika þeirra! samt besta skemmtun
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Princess Diaries 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Krúttleg mynd og frekar fyndin. Gaman að sjá Julie Andrews leika á ný!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Beyond Borders
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér á óvart. Mér fannst myndin virkilega athyglisverð og kom mér að hugsa hvað margir lifa fátæklega í heiminum. 'Atakaleg mynd um gott fólk sem er að reyna að hjálpa öðrum. Clive Owen er mjög góður í hlutverki sínu og Angelina Jolie er frekar góð!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Laws of Attraction
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd ágæt skemmtun!og það er hægt að hlæja af ýmsum atriðum! 'eg tók þessa mynd vegna þess að Julianne Moore er ein af mínum uppáhaldsleikonum!


Sem sagt fín skemmtun
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
My Baby's Daddy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég tók þessa mynd vissi ég nú ekki hvað ég var að taka en mér finnst þessi mynd frekar leiðinleg og ílla leikin. Það voru nú ekki mörg atriði til að hlæja af nema í lokin. Það sem mér kom á óvart var að leikonan Bai Ling væri þarna..hún hefur nú leikið vel að mínu mati í sumum myndum og ég spurði bara sjálfa mig...hvað hún væri að gera þarna í þessari mynd..hún var eins og þurr fiskur í landi!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Something's Gotta Give
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin fannst mér frekar sæt og Jack Nicholsson er frekar góður í henni en mér fannst nú samt Diane Keaton betri og hún leikur yfirleitt að mínu mati skemmtilegar persónur. Gaman að sjá að ástin er ekki bara fyrir ungt fólk :)


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
50 First Dates
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst myndin frekar skemmtileg en mér þótti samt Drew Barrymore geta leikið betur og ég hef séð hana betri t.d. í Never been kissed..Adam Sandler hefur verið fyndari. Eini ljósi punturinn er Roy(eða sjá sem leikur vininn) hann var frábær og mér finnst hann halda uppi myndini!


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shrek 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd bæði sæt og fyndin. Tæknibrellurnar frábærar og gert gott grín af ýmsum atriðum sem hafa komið fram í ýmsum myndum....Samt fannst mér Antonio Banderas frábær sem stígvélakötturinn og Mike Myers sem Shrek 2


Það sem mér fannst svo líka við myndina..(kannski ekki beint sem börn fatta við hana :)) er að Fiona elskaði Shrek sinn vegna þessa að hann var góð persóna..þótt að útlit hans væri ekki sætt :P...þ.e.a.s. útlit er ekki allt þegar ástin er annars vegar :)


Sem sagt myndin er góð skemmtun og allir ættu að geta skemmt sér yfir henni..bæði ungir sem aldnir :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mean Girls
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd mjög skemmtileg og Lindsay Lohan er virkilega skemmtileg leikkona.


Annars finnst mér myndin sæt og fyndin og góð skemmtun
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Raising Helen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd ekki mjög skemmtileg..mér fannst hun væmin og virkaði á mig að Kate Hudson væri bara til punts í þessari mynd og mer fannst leikur hennar mjög ósamfærandi.

Ljósi punktuinn í þessari mynd var leikur Joan Cusack
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
13 Going on 30
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd ansi fyndin og skemmtileg..ekki mjög vel leikin en samt eitthvað sem fær mann til að brosa.


Jennifer Garner er mjög sæt í þessari mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Prisoner of Azkaban
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér hefur alltaf fundist bækurnar um Harry Potter skemmtilegar og góðar en þrðja bókin hefur mér fundist síst, en mér fannst samt myndin sæmileg. Tæknibrellurnar voru góðar og tónlis John Williams var ansi góð. Leikarnir voru misgóðir að minu mati. Daniel Radcliffe er ágætur í hlutverki Harry Potter og Rupert Grint er frábær sem rauðhausinn Ron, en mer finnst Emma Watson ekki nógu góð í hlutverki Hermonie. David Thewlis, Gary Oldman voru ágætir í sínum hlutverkum sem Sirus og Lupin.

Leikstjórinn gerir vel.


Myndin er ágætis skemmtun en ekki kannski við hæfi yngstu áhorfendur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Love Actually
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fannst þessi mynd æðisleg....leikarnir góðir og gaman að sja hvað þessi mynd var bæði sorgleg og fyndin. Reyndar fannst mer Hug Grant leiðinlegur...alltaf eins í öllum myndum sem hann leikur. Colin Firth er góður leikari að minu mati og Emma Thompson stendur alltaf fyrir sínu
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei