Gagnrýni eftir:
Planet of the Apes0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég mun ekki skrifa alveg jafn mikið og allir aðrir hafa gert. Ég vil bara segja að mér fannst þetta ágæt mynd. Hún er svolítið skrítin, en búningarnir og tæknibrellurnar eru FRÁBÆRAR! Endirinn er líka mjög sérstakur, og maður pælir í því hvort það verði framhald :)
Beauty and the Beast0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég er farin að gefa öllum hlutum þrjár stjörnur. Jæja. Þótt ég sé í augnablikinu á bílprófsaldrinum finnst mér þessi mynd ein af bestu myndum sem ég hef séð. Ég ELSKA sönginn í henni! Sem betur fer hef ég ekki séð hana með íslensku tali. Það spillir svo oft myndunum, fyrst að Felix Bergson og Laddi tala fyrir alla (ekki móðgast, strákar, þið eruð ágætir leikarar) :) Þessi mynd á allt hrós skilið, og ef ekki fleiri stjörnur. Það er bara ekki hægt að hafa það einfaldara.
Mulan0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stelpur, þetta er mynd handa ykkur! Kvenhetja allra tíma, og hún er í KÍNA, þar sem allir (eða næstum) fyrirlitu konur og töldu þær eign. Mulan brýtur allar reglur og brýst inn í heim karlmannanna. Hún er svolítið hissa á honum fyrst, en fyrr en varið er hún orðin aðal maðurinn á svæðinu. Þetta er yndisleg saga, og mér finnst eins og hver stelpa ætti að þekkja hana. Svo er líka í lagi að strákar sjái hana, svona til að átta sig á því hvað við getum.
American Beauty0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég sá bara ekki einn einasta galla á þessari mynd. Kevin Spacey er frábær leikari, og leikstjórinn, Sam Mendes, á mikin heiður skilin. Söguþráðurinn er ÆÐISLEGUR! Og persónurnar eru þær bestu. Það var eitt sem ég tók mikið eftir. Það voru rósir úti um allt í myndinni. Aðallega alvöru rauðar rósir. Þær settu mikin svip á myndina. Ég get næstum sagt að það hafi verið rósir í hverjum kafla myndarinnar. En þessi mynd er allavega sú besta sem ég hef séð, og ég fór mikið að pæla þegar ég sá hana. Sérstaklega um hvað fegurð er í rauninni.
Dogma0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það eru margar myndir sem mér finnst verðskulda þrjár eða þrjár og hálfa stjörnu, en ég veit einungis um tvær sem verðskulda fjórar. Og Dogma er ein af þeim. Þetta er sérstök mynd, mjög sérstök, eins og allar myndir með Jay og Silent Bob. Hún fær mann mjög mikið til að pæla í trúnni, og öllu tengt henni. Kristinlegu trú, það er að segja. En samt líka um almenna trú á guð, eða guði. Boðskapur myndarinnar er mikill, og góður að mínu mati. Ég held að allir sem eru orðnir leiðir á að fara í kirkju ættu að sjá hana.

