Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Good Bye, Lenin!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á myndina með miklum væntingum. Hafði heyrt að hún byggðist á svipaðri hugmynd og Neðanjarðar eftir Kusturica. (sem er mín uppáhaldsmynd).

Einnig var ég forvitinn yfir að sjá þýskan húmor.



Vissulega er myndin mjög góð og sum atriði algjör snilld. Þar dettur mér fyrst í hug atriðið þegar mamman sleppur út af heimilinu og sér svífandi Leninstyttu fara hjá. Ótrúlega strekt atriði.



Til þess að njóta myndarinnar þarf maður að vera nokkuð fróður um sögu Þýskalands eftir stríð og umbreytingarnar þar í kringum 1990. T.d. þurfti ég að skýra út bakgrunn sögunnar fyrir frúnni bæði fyrir og eftir mynd, þar sem hún var ekki eins fróð um söguna.



Einnig var forvitnilegt að fylgjast með óáhorfendahópnum. Allavega var mun meira að sjá af hugsandi fólki á þessari mynd heldur en á hinum venjulegu Hollywood formúlumyndum, sem soga að sér einfeldninga og sálir sem aðeins vilja láta mata sig án þess að þurfa að melta.



Þessi mynd er ein af þessum must see myndum, þó svo að fyndin næði ekki því flugi sem ég hafði vænst. Kannski mætti ég með of miklar væntingar eftir þá umfjöllun sem ég hafði séð og heyrt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei