Gagnrýni eftir:
Flight of the Phoenix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þegar ég fór á þessa mynd í bíó um daginn, þá hafði ég þónokkrar væntingar um að ég væri að fara að horfa á háklassa spennumynd sem hafði allann pakkann þ.e. hraða, spennu, húmor, eitthvað óvænt og svo frv. Því miður þá stóðust þessar væntingar mínar enganveginn! Flight of Phoenix er mynd sem fjallar um hóp af fólki sem er að fljúga yfir stærðarinnar eyðimörk þegar skyndilega kemur heljarinnar sandstormur sem verður þess valdandi að flugstjórinn neyðist til að brotlenda flugvélinni í miðri eyðimörkinni. Myndin fjallar svo um það hvernig þau sem komust lífs af reyna að halda sér lifandi og auðvitað hvernig í ósköpunum þau eigi að reyna að komast úr þessari banvænu eyðimörk. Dennis Quaid stendur að vanda fyllilega fyrir sínu en þó er vert á að minnast á leik Giovanni Ribisi en hann var hreint út sagt frábær í þessari mynd og hélt henni gjörsamlega á floti. Ribisi leikur mjög svo furðulega náunga sem virðist vera mitt á milli þess að vera snillingur og geðveikur. Frábær leikur hjá Ribisi! Ástæðan fyrir því afhverju ég var ekki alveg að kaupa þessa mynd er sú að það hefði verið hægt að gera miklu betri mynd út frá þessum söguþráði. Myndin er fyrirsjáanleg og spennan í algjöru lágmarki og til að bæta gráu ofaná svart þá fór ekkert alltof mikið fyrir góðum húmor sem er nauðsynlegur að mínu mati. Kannski skemmdi eitthvað fyrir mér að ég var búinn að byggja upp miklar væntingar fyrir myndinni en það hefur oft sannað sig að það getur verið banvænt. Niðurstaða: Ágætis afþreying og mæli eindregið með því að þið bíðið eftir að myndin komi á video ef þið ætlið að horfa á hana á annað borð.