Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Keeping Mum
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er ekki oft sem maður verður var við annað en bandarískar bíómyndir í hérlendum kvikmyndahúsum, nema þá helst á hátíðum þegar hver myndin er sýnd á fætur annarri, og hver mynd þá sýnd einusinni eða tvisvar, en sjaldan oftar. Keeping Mum er þó ein af þessum sjaldséðu ekki amerísku, ekki Hollíwood myndum, sem ég persónulega tel strax til kosta hennar.



Myndin virðist kanski hæg við fyrstu sýn, ekki síst vegna tólistarinnar sem gefur manni þá tilfinningu að þetta sé sennilega einhverskonar tragí-kómísk rómantísk mynd (stelpumynd!) en raunin er allt önnur. Það er langt síðan að ég hló jafn mikið í bíó og aðrir í salnum virtust skemmta sér jafn vel. Fyrir hlé var mikið flissað, því fyndnu atriðin voru eiginlega atriði sem maður ætti kanski ekki að vera að hlæja að, en voru samt svo skemmtilega sett framm að maður gat ekki annað. Eftir hlé gaf fólk sér þó lausari tauminn og sumir jafnvel táruðust úr hlátri.



Myndin er nokkurskonar svört Mary Poppins, en hún fjallar um ráðskonu sem kemur til starfa hjá prestsfjölskyldu nokkurri í litlum smábæ á Englandi. Ekki líður á löngu, fyrr en vandamál fjölskylunar hverfa, eitt af öðru, og maður veltir fyrir sér hvort gamla konan hafi þar ekki fingur í spilinu...



Leikaravalið er að mínu mati frábært, ég þekki að vísu bara Rowan Atkinson (Mr. Bean, Blackadder o.fl) og Maggie Smith (Professor McGonagall í Harry Potter myndunum) sem eru alveg frábær í þessari mynd, en restin af leikurunum stóðu sig ekki síður vel. Sérstaklega gladdi það mig að sjá að Atkinson kann virkilega að leika, og hann skilar sínu hlutverki á mjög trúverðulegan og skemmtilegan hátt. Að vísu virðist stundum vera stutt í Mr. Bean taktana hjá honum, en það hlýtur að vera erfitt fyrir leikara sem er jafn frægur fyrir eitt hlutverk og raunin er með Atkinson, að leika (og fá að leika) allt öðruvísi karakter.



Ég mæli eindregið með Keeping Mum. Hún er full af svörtum húmor, en engu að síður yndisleg og hugljúf, en samt engin formúlumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
King Arthur
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta hefði verið ágætis mynd, ef þetta hefði ekki verið mynd um King Arthur. Það er alltaf sorglegt þegar sögulegir atburðir/persónur eru Holliwood-iseraðir. Sögulega séð er fáránlegt að hafa 8 manna rómverskt riddaralið, því þó að rómversk riddaralið hafi verið nokkuð fámenn (miðað við fótgöngusveitirnar), þá voru þeir þó alltaf nokkur hundruð manns. 8 manns geta ekki talist heilt riddaralið. Anakronismi er mjög áberandi í myndinni, t.d. að Saxar skulu hafa lásaboga. Vestur-Rómverska Keisaradæmið leið undir lok árið 476 og lásabogar komu ekki fram fyrr en á 10. eða 11. öld, í Ítalíu. Hvað Saxar voru að gera við þá á 5. eða 6. öld skil ég ekki. Og hvað í ósköpunum voru Keltar að gera með valslöngur? Það er líka spurning hvernig ástarsamband Guinevere drottningar og Sir Lancelots er háttað, því það átti skilst mér, að eiga sér stað eftir að Arthur var orðinn konungur (það eru hestarnir sem valda mér hugarangri ;) ).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Notebook
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd hefur sitthvað af góðum atriðum, en samt er bara eitt að segja um hana: Titanic, en á þurru landi. Persónurnar eru mjög svipaðar og ástarflækjan einnig. Sagan er að miklu leiti sýnd sem flash-back, enn eitt atriði sem minnir á Titanic. Ég er óneitanlega orðin þreytt á ástarsögum um hina ríku, fögru stúlku og hinn unga, fátæka svein, sem er henni enganveginn samboðinn, en fyrir þá sem fíla þannig myndir er þetta fínasta afþreying. Endirinn var þó ekki alveg sjálfgefinn, maður fær að velta honum aðeins fyrir sér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shaun of the Dead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á myndina með kærastanum og verð að játa að ég grenjaði af hlátri. Að mínu mati er þetta frábær paramynd. Hún inniheldur rómantík (fyrir hana), splatter (fyrir hann) og húmor (fyrir bæði). Þessu er síðan spinnað saman í eina ótrúlega skemmtilega heild og útkoman er mynd, sem ég ætla bókað að sjá aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei