Gagnrýni eftir:
The Village0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég fór á The Village í bíó og fannst það frábær skemmtun. Ég bjóst nú reyndar aldrei við öðru, þar sem að mér finnst hinar myndir Shyamalans frábærar (The Sixth Sense, Unbreakable og Signs). Mér finnst handritið vel skrifað og frumlegt að vanda og leikararnir fóru vel með hlutverk sín, þá sérstaklega Bryce Dallas Howard í hlutverki Ivy. Shyamalan tekst enn á ný að búa til spennumynd, með góðu 'plotti', sem þó byggir mikið á persónusköpun og mannlegum samskiptum. Hann er snillingur að mínu mati og þó að þetta sé ekki besta mynd hans, hef ég ekkert til að setja út á.

