Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Saw II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vil byrja á því að segja að ég hafði ekki séð Saw 1 áður en ég sá þessa og ég mæli eindregið með því að enginn leiki það eftir undirrituðum, eftir að þessi mynd er einn stór spoiler á þá mynd(enda ekki við öðru að búast...saw 2). Ég get ekki sagt annað en að Saw 2 á eftir að sitja í mér um langan tíma því ef þetta er ekki með þeim mögnuðustu thriller-myndum sem ég hef séð þá veit ég ekki hvað. Þessi mynd hressir ágætlega í manni frá þessum týpísku hollywood splatter myndum sem hafa komið frá þeirri ágætu stofnun undanfarið. Það sem fór mest í mig varðandi þessa mynd þá virtust aðalleikarar fórnarlambanna ekki láta það mikið á sig fá andlega miðað við ástandið, þó svo að flestir aðrir í kringum þá virtust brotna um leið. Er þetta nasaþefur af þessu typical Hollywood munstri sem fer alltaf í taugarnar á mér. Einnig virtust flestir þeirra ekkert mjög undrandi á þessu öllu saman, heldur aðeins oh damn hvað geurm við nú en það er allt annar handleggur. Í alla staði fín mynd en það vantaði upp á ferskleika leikaranna. mínus fyrir það
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei