Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Once Upon a Time in America
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vil taka það fram að ég er í raun að skrifa um lengri útgáfu myndinnar. Sú nálgast 4 tímana. Hún er í einu orði frábær. Leikurinn, handritið, klippingin og tónlistin þá er ég að tala um flautu stefið (held reyndar að Arnþrúður Karls á Sögu noti það). En myndin er rosaleg og hefur að geyma ótrúlegar senur. Ég ætla mér ekki að skrifa um söguna nema að þetta er mafíu mynd sem gerist á bannárunum í Bandaríkjunum. Hún fjallar um vinahóp sem græðir á tá fingri. De Nero fer í fengelsi ungur og þegar hann kemur aftur eru vinir hans að byggja stórveldi sem tekst með hjálp De Neros karakter. Síðan hefst skemmtileg saga og bla bla, en hvað um það. Allir sem hafa áhuga á að sjá góða mafíu mynd endilega legið þessa mynd á næstu videolegu eða bókasafni. Lengri útgáfuna. Henni er skipt í tvo parta þannig að þið takið ykkur bara pásu á milli.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Apocalypse Now Redux
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hérna er kominn ný og endurbætt útgáfa af stórmyndinni Apocalypsile Now. Til að gera langa sögu stutta tekst þetta vel upp. Maður fær betri inn sýn inní myndina og atriðið með playboy-kanínunum er skemmtilegt. Þá er Marlon Brando parturinn lengri sem er til góða. Þetta er stórmynd sem var og er ein besta stríðsmynd allrra tíma. ég mæli endregið með þessari mynd fyrir alla sem hafa gaman af löngum og góðum myndum.

PS. takið góðan tíma í að horfa á myndina, hún er yfir 3 tímar. Helst sunnudag í þynnku.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei