Gagnrýni eftir:
Saw II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þegar ég heyrði að það væri að koma framhald á Saw varð ég frekar vonsvikinn. Flestar framhaldsmyndir eftir góðum myndum enda yfirleitt illa. En nei, James Wan kemur góður inn með Saw 2 og nær hún vel sýnu andrúmslofti eins og í fyrri myndinni þótt hún sé ekki alveg jafn góð. Spennan næst bara ekki upp í henni en samt passa atvikin alveg inní Jigsaw morðingjann. Í þetta sinn nær lögreglan að finna Jigsaw en geta ekkert gert til að taka hann inn því Jigsaw er búinn að fanga 8 fólk inní óþekktu húsi, meðal þeirra er sonur lögreglumannsins sem er að rannska málið, og Amanda, sem sumir muna úr kjálkabrjótinum í númer 1. Í húsinu er eitrað taugagas í loftinu og einhverstaðar er að finna mótefni. Eins og hljómar er myndin með skemmtilega ógeðslegum morðum og ætti alls ekki að bregðast áhorfendum fyrri myndarinnar. Einnig er að minnast að endirinn er mjög minnilegur, alveg eins og í fyrri. Segji ekki meira um það.
Lethal Weapon 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þeir koma sterkir inn Danny glover og Mel Gibson sem Martin Riggs og Roger Murtough. Ég sá fyrstu tvær myndirnar og alls ekki var búist við að þeir myndu ná þessari svona vel upp. Spennan er á góðu stigi og húmorinn er allur á sínum stað og frábærlega vel leikin. Í þetta sinn rannsaka þeir undarlegt vopnasmygl þar sem fyrrverandi lögreglþjónn smyglar vopnum frá lögreglunni sjálfri til þess að selja. Topp mynd sem ENGINN (og ég meina enginn) ætti að sleppa að sjá.
Battle Royale
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fullkomlega SICK mynd, gjörsamæega út í hött, illa leikin og glataður söguþráður. MYndin fjallar um að 42 krakkar eru settir á afstekkta eyju, þeim gefið vopn og eiga að drepa hvort annað, um hálsinn á þeim er ól svo hægt sé að fylgjast með þeim, ef reynt er að flýja, taka ólina af eða farið inná hættusvæði springur hausinn á þeim af. Gjörsamlega út í hött.
Kill Bill: Vol. 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Alveg ágæt mynd, Snilldarsöguþráður og góðir leikarar. Aftur á móti finnst mér myndin frekar ýkt, líkamspartar skornir af, blóð að spýtast útum öll herbergi. Bara finnst það allt of mikið. Annars allt annað fínt.
The Lord of the Rings: The Return of the King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Algkör snilld. Einhver besta mynd sem ég hef séð Frábærlega vel gerð, næg spenna og dálítill húmor( þökk sé John Rhys-Davies). Eina ástæðan fyrir því að ég gef 3 stjörnur er útaf því að parturinn með Fróða og Sóma er alltof væminn fyrir mig. En þeir sem ekki hafa séð hana, sjáið hana. Það er bara glæpur að sjá hana ekki.
Pitch Black
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frekar góð mynd. Einfaldur söguþráður og mjög vel gerð.(ATH þeir sem ekki hafa séð myndina EKKI lesa lengra) Myndin fjallar um það að farþegageimskip hrapar á óþekkta plánetu, plánetu með þrjár sólir. Meðal farþega eru fjöldamorðinginn Riddick sem hefur farið í augnaaðgerð til að sjá í myrkri, og lögreglumann sem er að flytja hann í fangelsi. Riddick sleppur og eltir eftirlifandi farþega meðan þau leita af lífsmarki. Þau finna 22 ára gömul húsflök og líkamsleifar. Einnig finna þau skip sem getur komið þeim burt. En þegar einn farþeganna er drepinn er Riddick grunaður. Þau fanga hann en finna út að hola sem var nálægt morðstað er heimili ljósfælna skrímsla. Meðan skipstjórinn er að skoða plánetulíkan kemst hún að því að bráðum kemur sólmyrkvi og munu þá verurnar koma úr holunum. Fara þau á sólardrifnum jeppa að flakinu en sólmyrkvinn kemur þegar þau eru í flakinu svo jeppinn virkar ekki. Fer fólkið að deyja eitt og eitt og þau semja við Riddick að hann hjálpi þeim að komast aftur að skipinu.
The Chronicles of Riddick
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
(ATHUGIÐ. Hér fyrir neðan er dálítið lönglýsing á myndinni)Þessi mynd er algjör snilld. Vin diesel leikur morðingjan Richard B. Riddick sem er eltur af mannveiðara nokkrum. Á meðan er her af mönnum sem kalla sig Necromangers(dauðvaldar) á ferð um alheiminn og munu annaðhvort fá fólk til liðs við sig eða drepa það. Riddick fer til manns sem hann bjargaði áður(sjá í Pitch Black) til að vita hvernig mannveiðarinn fann hann. En einmitt þá eru Necromangerarnir að gera árás á þá plánetu og mannveiðarinn er kominn aftur á hæla hans. Riddick er fangaður af Necromangerunumog á að gera hann einn af þeim. En svo kemur í ljós að Riddick er af ættbálki hóps sem eru þeir einu sem geta drepið Necromangerana. Á meðan finnur Riddick út að Jack,(sem hann bjargaði líka í Pitch Black)hafi verð sett í fangelsið eldvíti. Hann lætur mannveiðarann ná sér og fara með sér í eldvíti. Þar finnur hann Jack og ætlar að flýja með hana(Jack er kona). En það er erfitt að flýja þar sem eina skiptið sem þau geta komist út er rétt fyrir sólarkomu og þegar sólin kemur verður 700 gráðu hiti. Verður Riddick líka að passa sig því að Necromangerarnir hafa elt hann.