Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Bandits
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð nú bara að segja að þessi mynd kom skemmtilega á óvart. Áður en ég fór á á myndina skellti ég mér hingað inn til að kynna mér myndina aðeins og les þessa líka mjög skýru lýsingu á tegund myndar. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara að sjá en satt best að segja þá á þetta allt vel við. Myndin er samt mest megnis gamanmynd og bara frábær mynd í heildina. Sýningin byrjaði glæsilega, lasersjóvið og reykurinn. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer í Smárabíó og var búinn að heyra af þessu lasersjóvi en vissi ekki við hverju var að búast. Menn vissu ekki alveg hvernig átti að taka þessu, undrun og hláturskrampar sáust um allan salinn og heyrði maður suma tala um að skella sér í næsta sal til að ná öðru lasersjóvi. Aðalpersónurnar í myndinni Joe og Terry eru bara snilldar karakterar. Billy Bob Thornton tekst snilldarlega að túlka að Terry og er hann bara svo fyndinn að ég fer bara að hlæja við að hugsa um Terry. Joe er mjög líkur karakternum sem Bruce Willis lék í The whole nine yards. Svolítil steiktur í hausnum, algjör beygla. Cate er líka svolítið spes. Undir lokin var hún farin að pirra mig svolítið, ekkert fyndin í lokin og fer bara út í einhverja drama ástarvælu. Söguþráðurinn er mjög góður en hann dettur stundum niður í eitthvað væmniskjaftæði sérstaklega undir lokin og ég vill ekki sjá það í grínmynd. Ég er að vissu leyti óánægður með hvernig sagan er sögð, mér finnst að hluti af endinum eigi ekki að vera í upphafi myndarinnar alla vegan fannst mér það ekki passa í þessari mynd. Í heildina séð var myndin frábær skemmtun, mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Philosopher's Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd með talsverðar væntingar. Er við öðru að búast eftir allt æðið sem er búið að vera í kringum blessaðan Harry Potter? Ég er reyndar ekki búinn að lesa eina einustu bók og er ekkert að fara að gera það eftir að hafa séð myndina. Söguþráðurinn er mjög góður og persónurnar eru bara hrein snilld. Persónurnar eru í raun bara þessar klassísku persónur úr raunveruleikanum. Góði gáfaði strákurinn, vondi strákurinn, heimski hræddi strákurinn, frekju stelpan, sá sem vill öllum vel, stóra veimiltítan o. S. frv. Heimurinn sem sagan gerist í er svo í raun bara endurspeglun á raunveruleikanum. Það er reyndar kannski frekar erfitt að sjá það en oft er gert grín að einhverju sem við eigum að venjast úr raunveruleikanum. Mjög djúpur húmor í myndinni. En er myndin ekki bara of lík öllum öðrum ævintýramyndum? Alla vegan sá ég ekkert sérstakara við þessa mynd heldur en Mikka mús teiknimyndir. Hún er líka full löng, stundum langaði mig bara að hraðspóla yfir atriði þar sem persónurnar fóru oft bara að tala um ekkert eða einhver atriði sem snérust um bara hreinlega ekki neitt. Kannski tóku þeir sig full alvarlega í að reyna að hafa myndina eins og bókina. Síðan er hún allt of væmin. Ég er kannski bara skrítin en ævintýra mynd á að vera skemmtileg og þannig að maður geti hlegið að henni. Þetta er bara drama á við sápuóperu. Lá við að allur salurinn væri farinn að grenja í lokin. Ég veit það ekki, ég hef engan áhuga á að sjá þessa mynd aftur, einfaldlega vegna lengdarinnar og væmninnar. Mæli ekki með henni í bíó, legið hana frekar á spólu og sofið yfir henni uppí rúmmi :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Joy Ride
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór á þessa mynd gerði ég ráð fyrir að hún væri ekki neitt neitt en annað kom á daginn. Hún er ekki lík neinni annari mynd sem ég hef séð. Spennan byggist smátt saman upp og er mjög drungaleg en síðan bregður fyrir inn á milli ansi góðum grínatriðum. Í heildina mjög góð spennumynd með grínívafi, mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Joe Dirt
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

David Spade hefur mér þótt mjög góður í þáttunum Just Shoot Me svo að þegar ég fór á þessa mynd gerði ég mér talsverðar vonir um að hún yrði mjög góð en annað kom á daginn. Söguþráðurinn er lítill sem enginn og mjög lélegur en inn á milli koma mjög góð grínatriði, en lélegu atriðin eru mikklu fleirri en þau góðu. Ég hef ágætan aulahúmor en sum atriðin voru fyrir neðan allar hellur. Síðan er á pörtum mjög væminatriði sem eiga að vera eitthvað fyndin en eru það bara ekki. Mæli ekki með henni í bíó, bíðið frekar þangað til að hún kemur á video. Góðu atriðin eru alveg þess virði að legja hana á video.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei