Gagnrýni eftir:
Blade: Trinity
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég gef þriðju Blade myndinni 2 og hálfar stjörnur. Hún kom mér svakalega á óvart og allt það, en þessi mynd var frekar ótrúleg satt að segja. En hún byrjar vel. Eins og í hinum myndunum, gerist eikkvað sem losnar úr læðingi, og byrjunin byrjaði þannig. Svo er audda kemur title á myndinni þegar Blade er að sinna starfinu sínu og svo heldur þetta áfram, en eitt furðaði ég mig ekki á. Hví var löggan ekkert að gera í Blade í fyrstu eða annari myndinni? Hví er hann svo efturlýstur í þessari mynd? En annars eru þetta bara smáatriði sem koma fyrir. Fínar tæknibrellur, alveg eins og í seinni myndinni. Svo eru sumir leikarar sem komu mér frekar á óvart. T.d. Ryan Reynolds ( Van Wilder, Harold and Kumar goes to the White castle ) lék eitt af atriðunum. Og mér fannst hann frekar góður í hlutverkið. En samt frekar lítið í hann spunnið fyrir spennumyndir. En annars kom þessi mynd mér vel á óvart, var nr. 1 í kvikmyndahúsunum, samt gaf ég henni 2 og hálfa stjörnur. Samt sem áður er þessi skárri en seinni myndin og kom mér sannarlega á óvart.
Saw
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Saw er hreint út frábær mynd. Vel framleidd, ekki dýr í reksti og akkurat það sem maður vildi sjá. En jamm, eins og sumir fyrri ræðumenn sögðu, það voru nokkrir hlutir sem voru á verri endanum í myndinni. Ég byrja á fyrsta; Þegar byrjunin er, þá mátti aðeins sýna hví gaurinn var í baðkarinu og sýna það betur, ég sá bara alveg svart og sá bara hann í vatni. Sýna kannski vondan draum eða eitthvað og svo vakna upp við að það var verið að halda honum í vatni. En svo var annað með leikarann Cary Elwes, í einu atriðunum byrjaði ég að hugsa mér hvaðan ég sá þennan leikara. Sprakk ég úr hlátri því ég man eftir honum í Liar Liar, ekki gat ég séð fyrir mér panikkaðan, hræddan og ráðalausan mann úr honum. Hann á frekar heima í gamanmyndum segi ég. Svo er það með köflum þegar maður heldur að það sé að rifja upp en eru svo hlutirnir að gerast. En annars, er þetta eitt af þeim flottu meistaraverkum hans James Wan, og það fyrsta myndin. Svo vill ég hrósa því hvað hann gerði þetta spennandi í lokinn, flest allir missa alveg áhugan í endan og halda að viti endinn, en hann lét þetta snúast alveg og er að láta fólk vona eftir framhaldsmynd =) Ég gef þessari mynd 4 stjörnur, og ég vill koma því á framfæri, að það er best að horfa ekki á hana einn. 4 stjörnur!
Sahara
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eina sem ég hef að segja um Shahara er...
Leikarar
- Matthew McConaughey og Steve Zahn fara vel saman í hlutverkum í þessari mynd. Penelope Cruz er svona lala, fannst mér, ekkert sérstaklega góður hreimur sem hún kom með í allri myndinni.
- Matthew og Steve unnu vel saman að mínu mati í þessari mynd. Er viss um að fleiri myndir munu koma með þeim saman á næstu árum. Steve Zahn leikur oftast fyndin hlutverk, það sem hægt er að brosa yfir og hafa gaman af. Matthew er oftast kvennabósinn sem heillar margar konur. Þeir eiga vel saman í þessari mynd og myndi gefa auka plús til að fara á myndina.
Söguþráður
- Söguþráðurinn er svona já og nei. Ætla ekki að fara mikið út í hann því margir hafa ekki enn séð myndina. En fannst hann alveg ágætur, 2 vinir sem hafa farið í grunnskóla, framhaldskóla og í herinn, og enn vinir.
Myndin sjálf
- Myndin sjálf er spennandi og mjög áhugaverð.
- Mikið er um grín og glens, jafnvel spennandi og tekur á taugarnar að horfa á hana. Getur orðið frekar slöpp eftir hvernig líður á endan, samt sem áður frekar góð.
Ég gaf henni 3 stjórnur, en ekki meira því sumir hafa ýmsan smekk. En þetta að mínu mati er með fyndnustu og skemmtilegustu ævintýra/grín og spennumyndum sem ég hef séð með Matthew og Steve. Hvet flest alla að fara á hana.