Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



A.I. Artificial Intelligence
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi bíómynd er algerlega hræðileg. Það er langt síðan að maður hefur skammast sín fyrir að vera á bíómynd en þetta er ein þeirra. Myndin er nútíma útgáfa af Gosa nema að Steven skýtur algerlega yfir markið og drekkir áhorfendum í væmni sem engan endi virðist ætla að taka. Maður hefur ákveðnar væntingar þegar maður sér mynd eftir Steven Speilberg. Vissulega er öll umgjörð eins og best verður á kosið, tæknivinna og brellur og svoleiðis, en þessi bíómynd veit ekkert hvað hún á að verða. Söguþráðurinn er stefnulaus og samhengislaus fyrir utan það að vera algerlega óáhugaverður. Ég óska engum að sitja undir þessu bulli.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei